Dómkirkjan

 

Guðþjónusta og þingsetning

Á morgunn 6. júní verður alþingi sett. Að venju er guðþjónusta í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 13.30 er alþingismenn og konur ganga frá þinghúsinu til kirkju með forseta Íslands og biskup í farabroddi. Biskup Íslands prédikar en sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur en organisti er Steingrímur Þórhallsson.

Ástbjörn Egilsson, 5/6 2013 kl. 15.55

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS