Dómkirkjan

 

Ferðalag eldri borgara

Á morgunn 30. maí er síðasta samvera eldri borgara starfsins á þessum vetri. Nú leggjum við land undir fót og förum úr bænum kl. 10 og ökum sem leið liggur til Grindavíkur og svo áfram með suðurströndinni til Eyrarbakka. Þar er nú sr. Anna Sigríður prestur og við heimsækjum hana í kirkjuna og borðum síðan hádegisverð í Rauða húsinu. Síðan förum við í skoðunarferð um Eyrarbakka og Stokkseyri. Áður en við höldum heim á leið þiggjum við  kaffi í prestsbústaðnum. Sr. Sveinn Valgeirsson  sem verið hefur prestur í Dómkirkjunni síðan á ágúst 2012 hverfur aftur til starfa á Eyrarbakka 1. september og sr. Anna kemur þá til baka. Þau taka saman á móti okkur í prestsbústaðnum en sr. Sveinn verður fararstjóri í ferðinni. Um 40 manns fara ferðina sem örugglega verður skemmtileg.

Ástbjörn Egilsson, 29/5 2013 kl. 22.28

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS