Dómkirkjan

 

Messur um jólin

Á aðfangadag eru 3 messur í Dómkirkjunni. Kl. 15 er dönsk guðsþjónusta sem sr. María Ágústsdóttir annast. Kári Þormar leikur á orgel, forsöngvari er Þóra Einarsdóttir. Kl. 18 er aftansöngur sem útvarpað er að venju. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Einleik á trompett leika Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson. Kl. 23.30 er miðnæturmessa . Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngja. Kári Þormar leikur á orgel.

Á jóladag kl. 11 er messa þar sem biskup Íslands sr. Agnes Sigurðardóttir prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Einsöng syngur Margrét Hannesdóttir.

Annan jóladag er messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 23/12 2012 kl. 15.00

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS