Dómkirkjan

 

Sunnudagur 16.september

Næsta sunnudag eru tvær messur og sunnudagaskóli. Kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. til messunar er fermingarbörnum vorsins og foreldrum sérstaklega boðið og verður stuttur fundur eftir messu með þeim hópi. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu og eru börnin beðinn að hafa bangsana sína með. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa og þar prédikar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar ásamt honum. Bræðrabandið,þeir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 13/9 2012 kl. 15.20

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS