Dómkirkjan

 

Boðunardagur Maríu: Fegurð Guðs lýsi veginn þinn. Kristur gangi með þér og beri kvíða þinn. Andinn blási eftir þér og fótspor þín verði létt, og hin unga María syngi þér söngva trúarinnar. (Bænabókin)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2020

Frá séra Ólafi Jóni, fyrrum æskulýðsleiðtoga Dómkirkjunnar.

Öll stöndum við frammi fyrir orrustum í lífinu, stórum og smáum, sem ógna sálarró og stundum líka lífi okkar og mennsku. Við jarðarbúar finnum vel fyrir því núna þegar farsótt herjar. Við finnum mörg fyrir smæð okkar og varnarleysi í þessum aðstæðum. En við erum ekki án vonar. Þó við finnum okkur umkringd erum við alltaf umvafin umhyggju Guðs. Í hans miskunnsömu höndum erum við í öllu sem gerist. Vissan um það er vopn í allri baráttu. Og Guð er líka að verki í heiminum fyrir læknandi og líknandi anda sinn, í brosandi andlitum, hughreystandi orðum og ábyrgum aðgerðum sem hlúa að þeim sem minnst mega sín.

Jesús sagði: Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvild (Matt 11.28). Allt líf hans vitnaði um umhyggju Guðs fyrir mannkyni, fyrir þér og mér, og allri sköpun. Komdu til hans.

Jesús með okkur jafnan sé,
Jesús með sinni náðinni,
Jesús á bak. Jesús á brjóst,
Jesús burt hrind öllum þjóst.
Jesús um nótt. Jesús um dag.
Jesús blessi vorn aflahag.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2020

Ljós trúarinnar lýsi þeim sem kvíða. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2020

Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. (Sálm.67.2-3)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2020

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/tilveran/24-mars-2020/

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/tilveran/24-mars-2020/

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2020

Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt, að vorið komi þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. (Sbj.Ein)

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2020

Dómkirkjan er opin í dag sunnudag á messutíma, frá 11.00-12.00. Einnig virka daga 10.00-15.00

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2020

Guð allrar huggunar. Við biðjum fyrir sjúkum og sorgmæddum, öllum sem skortir heilsu og styrk og þeim sem áhyggjur þjaka. Við biðjum sérstaklega fyrir þeim sem veikst hafa af völdum Covid-19 veirunnar. Vertu með þeim öllum. Hjálpaðu og líknaðu þeim sem þjást og syrgja. Styrktu þau í trúnni og vektu hjá þeim von og traust.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2020

Guð Faðir sé von þín, Kristur athvarf þitt, Heilagur andi skýli þér. (Blessunarorð)

Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2020

Örhugvekja séra Elínborgar á víðsjárverðum tímum Í Matteusarguðspjalli er ritað. „Verið ekki áhyggjufull um líf yðar. “ Það eru margir áhyggjufullir um þessar mundir. Þetta eru vissulega víðsjárverðir tímar sem við lifum. FORDÆMALAUSIR eins og margítrekað hefur verið síðustu daga. Mörgum líður eins og þeir séu staddir í kennslubók í sagnfræði eða hafi farið 100 ár aftur í tímann. En þá hljóma þessi orð Jesú: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar! Þetta hljómar í senn fjarstæðukennt en líka svo uppörvandi. Jesús veit að lífsbaráttan er oft á tíðum erfið og við getum vel ímyndað okkur hvað flensur og sjúkdómar ógnuðu lífi manna fyrr á öldum, engu að síður er boðskapur hans sá að þrátt fyrir þetta má ekki láta áhyggjurnar taka of mikið pláss. Það sama á við núna á þessum „fordæmalausu“ tímum. Við megum lifa djarflega án þess að við hegðum okkur gáleysislega. Við megum lifa í æðruleysi enda þótt við förum að tilmælum landlæknis og sóttvarnarlæknis. Við megum lifa áhyggjulaus einn dag í einu enda þótt við gerum okkur ljóst að við gætum þurft að takast á við veikindi og erfiðleika síðar. Hjá Matteusi er líka ritað: „Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Ég hygg að þetta séu gagnleg orð til að hafa í huga til að létta gönguna þessa dagana. Við skulum ekki hafa áhyggjur af morgundeginum, því við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því fyrirfram sem ekki hefur þegar gerst! Áhyggjur hafa tilhneigingu til að minnka okkur og svipta okkur gleðinni og á víðsjárverðum tímum ættum við einmitt að hlúa að gleðinni og æðruleysinu. Lifa einn dag í einu, eitt andartak í einu. Lóan er komin og ég sá fyrir utan elliheimilið Grund í gær að krókusarnir eru farnir að stinga sér upp úr grassverðinum. Þetta minnir okkur á að njóta þess fagra og smáa. Njóta fegurðar náttúrunnar og augnabliksins. Vera til staðar í því sem gerist þegar það gerist. Ekki hafa áhyggjur af morgundeginum!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-15

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Trú.is

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 17:30, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...