Djáknafélag Íslands

 

Vorfundur á Akureyri 12. maí

Á vorfundi Djáknafélags Íslands sem verður haldinn 12. maí á Akureyri er boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá, annars vegar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og hins vegar hjá sr. Solveigu Láru á Möðruvöllum. Skráningarfrestur rennur út 1. maí.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 24/3 2006

Almennur félagsfundur

Merki Djáknafélags ÍslandsAlmennur félagsfundur í Djáknafélagi Íslands verður haldinn í neðri safnaðarsal Áskirkju föstudaginn 24. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 12:30 og mun Margrét Eggertsdóttir fjalla um meðvirkni í einkalífi og starfi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 20/3 2006

Hugleiðing um fyrirgefninguna

,,Það mikilvægasta sem kristin trú kennir okkur er fyrirgefningin.” segir Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni m.a. í stuttri hugleiðingu um fyrirgefninguna sem birt er hér á vef Djáknafélags Íslands.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/3 2006

Námskeið um kyrrðarstarf

Dagana 7. – 8. apríl næstkomandi halda Virve Tynnemark djákni og séra Knut Grönvik námskeið í Háteigskirkju um kyrrðarstarf í söfnuðum auk þess sem þau kynna þróunarverkefni norsku kirkjunnar sem ber yfirskriftina: “Menigheten i möte med den åndelige lengsel”

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/3 2006

Starfsþjálfun djáknanema

Hulda María Mikaelsdóttir sem nýverið útskrifaðist úr 90 eininga djáknanámi frá H.Í. tók síðasta hluta starfsþjálfunar djáknakandidata á Akureyri. Í viðtali við Pétur Björgvin segir hún frá upplifun sinni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 9/3 2006

Vefur DÍ í breyttri mynd

Vefsvæði Djáknafélags Íslands hefur fengið andlitslyftingu. Nýr vefur á www.kirkjan.is/di hefur nú tekið við af annál félagsins sem verður enn sem komið er geymdur á www.kirkjan.is/annall/di . Þar með hefur útlit vefsins verið fært í samræmi við flesta vefi Þjóðkirkjunnar.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/2 2006

30. djákninn vígður

Næstkomandi sunnudag , 26. febrúar, er djáknavígsla í Dómkirkjunni. Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vígir Margréti Ólöfu Magnúsdóttur til þjónustu við Árbæjarkirkju. Margrét Ólöf verður þar með djákni númer 30 í Djáknafélagi Íslands. Athöfnin hefst kl. 16:00.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/2 2006

Diakonía: Tilvera og gjörðir

Fyrr á þessu ári birtist skýrsla starfshóps um guðfræði og félagsleg gildi sem unnið hefur á vegum evrópsku kærleiksþjónustusamtakanna ,,Eurodiaconia” frá því árið 2002. Í inngangi skýrslunnar segir í lauslegri þýðingu: ,,Ef þessi skýrsla er rétt þá þarf diakonían að vera. Kærleiksþjónustan tilheyriir eðli, kjarna kirkjunnar. Málið snýst um tilvist hennar fremur en gjörðir.”

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 14/2 2006


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS