Djáknafélag Íslands

 

Laus staða æskulýðsfulltrúa í Keflavíkurkirkju

Viltu vinna áhugavert starf í einu fallegasta safnaðarheimili landsins? Keflavíkurkirkja auglýsir starf æskulýðsfulltrúa laust til umsóknar. Starfið verður veitt frá og með 1. ágúst 2006 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða fullt starf og er það til tveggja ára.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/5 2006

Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu

,,Staðreyndin er sú að kirkjan hjálpar mörgum en það fer ekki hátt. Góðir og uppbyggjandi hlutir eru almennt ekki fréttaefni.” segir Ragnheiður Sverrisdóttir djákni í pistli á trú.is og bendir á að: ,,Sá sem kemur í messu er að uppbyggja sjálfan sig til að fara út og þjóna náunga sínum.”

Lesa pistilinn á trú.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 15/5 2006

Götusmiðjan

Djáknakandidatinn Elísabet Gísladóttir var meðal fyrirlesara á ráðstefnu á Akureyri í gær um breytingar á vímuefnaneyslu unglinga. Elísabet er rekstrarstjóri hjá Götusmiðjunni og kynnti hún ásamt starfsfélaga sínum starf Götusmiðjunnar

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 29/4 2006

Kærleiksþjónustukynning á Prestastefnu

Aðalfyrirlestur þriðja dags Prestastefnu snerist um starfsáherslu Þjóðkirkjunnar fyrir veturinn 2006 – 2007. En sá vetur hefur yfirskriftina ,,Kærleiksþjónusta – hjálparstarf”.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 27/4 2006

Aðalfundur vel sóttur

Aðalfundur Djáknafélags Íslands var haldinn í dag í Keflavík. Fundurinn var vel sóttur, stjórn endurkjörin, lagabreytingar og siðareglur samþykktar. Að loknum aðalfundi voru 16 vígðir djáknar viðstaddir messu við upphaf prestastefnu, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 25/4 2006

45 ár frá fyrstu djáknavígslu í seinni tíð

Í dag, 23. apríl eru 45 ár liðin frá því að þáverandi biskup Sigurbjörn Einarsson vígði Einar Einarsson djákna í Grímsey. Sú vígsla telst fyrsta djáknavígslan í seinni tíð. Í bók sinni ,,Grímsey” segir Pétur Sigurgeirsson frá þessum degi og er frásögn hans endurbirt hér.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 23/4 2006

Aðalfundur DÍ

Aðalfundur Djáknafélags Íslands verðu haldinn þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi kl. 15:00 í húsi KFUM og KFUK við Hátún 36 í Keflavík. Bent er á útsenda dagskrá og fundarboð sem á að hafa borist öllu félagsfólki bréfleiðis og með netpósti.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 20/4 2006

Skýrsla vef- og upplýsinganefndar

Á aðalfundi Djáknafélags Íslands eru m.a. fluttar skýrslur nefnda um starfsemina á starfsárinu. Hér er nú að finna skýrslu formanns vef- og upplýsinganefndar DÍ, Péturs Björgvins Þorsteinssonar. Pétur lætur nú af störfum í nefndinni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 19/4 2006

Menntadagur PÍ

Merki PÍDjáknum er boðuð að taka þátt í menntadegi Prestafélags Íslands sem haldinn verður í Bertelsstofu á Thorvaldsen veitingahúsi 24. apríl frá kl. 13:00 til 21:00. M.a. verður fjallað um jafnréttismál, miðlun kristilegs efnis á vefnum og tengsl vinnuumhverfis og starfsánægju.

Lesa áfram …

gudbjorg.johannesdottir, 6/4 2006

Vinna við þýðingu á ,,To be and to do” hafið

Þorgils Hlynur Þorbergsson hefur tekið að sér að þýða skjal frá Eurodiakonia sem heitir “To be and to do. Diakonia and the Churches.” “Að vera og gera. Kærleiksþjónusta og kirkjurnar.” Hann mun skila lokaþýðingu um miðjan ágúst og mun Djáknafélagið kynna hana á fundi 15. september.

Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 29/3 2006


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS