Djáknafélag Íslands

 

Vatn og jörð, ís og eldur í Keflavíkurkirkju!

Norræn djáknaráðstefna verður haldin í Keflavíkurkirkju 13.-15. ágúst. Yfirskrift hennar er „Vatn og jörð, ís og eldur. Varðveitum tengslin – styrkjum þau“. Hún vísar í náttúru Íslands og mikilvægi þess að varðveita tengsl milli djákna á Norðurlöndum og styrkja þau.

Tré sem tákn um vöxt kærleiksþjónustunnar

Á dagskránni er m.a. fræðsla til eigin uppbyggingar í starfi og kynnt eru verkefni sem hafa reynst vel í kirkjum á Norðurlöndum. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir verður viðstödd opnun ráðstefnunnar og plantar tré í garð kirkjunnar sem tákn um vöxt kærleiksþjónustunnar, mikilvægi þess að hafa rætur í kirkjunni og að hlú að öllu lífi. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 11/8 2014

Staða djákna í Langholtskirkju auglýst

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf djákna í 50% starfshlutfalli við Langholtssókn í Reykjavík frá og með 1. september 2014.

Djákni starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 28/7 2014

Fjölmenn djáknaráðstefna í ágúst

Skráðir þátttakendur á djáknaráðstefnuna í Keflavík 13.-15.ágúst eru nú 62.  Dagskráin hefur verið meira útfærð og er hún á íslensku, sænsku og ensku á þessari síðu.  Starfandi hefur verið handverkshópur sem mun selja muni til ágóða fyrir Djáknafélagið. Í forsvari fyrir þeim hópi er Svala S. Thomsen, djákni.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 17/7 2014

Fella- og Hólakirkja auglýsir eftir djákna í 50% stöðu

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf djákna í 50% starfshlutfalli við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík frá og með 1. september 2014. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 8/7 2014

Norræna djáknaráðstefnan

Undirbúningur norrænu djáknaráðstefnuna 13.-15. ágúst í Keflavíkurkirkju hefur verið á fullu og eru flest atriði komin í góðan farveg. Kíkið endilega inn á fésbókarsíðuna Norræn djáknaráðstefna 2014 og skrifið þar, spyrðjið og gerið athugasemdir. Þar hefur verið lítið skrifað en vonandi glæðist það.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 13/6 2014

Linda Jóhannsdóttir og Sunna K. Gunnlaugsdóttir ráðnar til starfa

Sóknarnefnd Áskirkju hefur ráðið Lindu Jóhannsdóttur, djáknakandídat, til starfa í Áskirkju en þrjú sóttu um starfið. Hún er ráðin frá 1. september. Þá hefur Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djáknakandídat verið ráðin til Glerárkirkju en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún er ráðin frá 1. ágúst. Þær munu verða vígðar til djákna en dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 13/6 2014

Starf djákna við Glerárkirkju auglýst

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf djákna við Glerárkirkju í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Starfið veitist frá 1. ágúst 2014.

Djákni starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og skv. starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998.

Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 6/5 2014

Staða djákna við Áskirkju auglýst

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf djákna í 75% starfshlutfalli í Ásprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, frá og með 1. september 2014. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 2/5 2014

Skráningarfrestur á Djáknamótið framlengdur til 10. maí

Skráningarfrestur á  Norræna djáknamótið rann út 15. apríl en hann hefur verið framlengdur til 10.maí. Hægt er að taka þátt í mótinu án þess að gista í Keflavík og greiða þannig aðeins mótsgjaldið sem er kr. 45.000. Þau sem kjósa þetta þurfa samt að SKRÁI SIG. Skráning er hér á heimasíðunni. Upplýsingar um gistingu: Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 29/4 2014

Aðalfundur Djáknafélagsins 30. apríl

Aðalfundur Djáknafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl kl. 18 í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 29/4 2014


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS