Djáknafélag Íslands

 

Staða æskulýðsfulltrúa í Ástjarnarsókn

BarnaskórÁstjarnarsókn í Hafnarfirði auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa í 50% stöðugildi. Starfið hentar öflugum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttu barna- og unglingastarfi. Nýr starfsmaður mun taka þátt í stefnumótun og innleiðingu nýrra áherslna í barna- og unglingastarfi safnaðarins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennara-, djákna-, guðfræði- eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af svipuðu starfi skilyrði.
• Æskilegt er að umsækjandi spili á hljóðfæri og sé tilbúin(n) að nýta sér það í starfi.
• Umsækjandi þarf að geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt.
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla af og færni í hóp- og/eða teymisvinnu.

Helstu verkefni:
• Skipulag og umsjón starfs fyrir 6-12 ára börn
• Aðstoð við fermingarfræðslu
• Afleysingar og aðstoð í sunnudagaskóla
• Umsjón með foreldramorgnum

Nánari upplýsingar veita Kjartan Jónsson sóknarprestur, í síma 863 2220 eða netfang kjartan.jonsson@kirkjan.is. Umsóknarfrestur er til 12. júní 2016 og skal senda umóknir á kjartan.jonsson@kirkjan.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Ástjarnarkirkja hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu. Hjá Ástjarnarkirkja er lögð áherslu á lifandi, kærleiksríkt, skemmtilegt og frumlegt kirkjustarf með áherslu á þjónustu við sóknarbörn og gott samstarf við helstu stofnanir í sókninni.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 3/6 2016

Ráðstefna um kærleiksþjónustu á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um kærleiksþjónustu verður haldin í Helsinki, 17. -19. ágúst 2016. Þessi ráðstefna er haldin á tveggja ára fresti. Síðast var hún haldin á Íslandi árið 2014 á vegum Djáknafélags Íslands.
Logo: Nordiska Diakonidagar

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni lítur að verkefnum og hlutverki kærleiksþjónustunnar á tímum breytinga og nýrra áskorana. Kærleiksþjónusta kirknanna á Norðurlöndum byggir á bæði alþjóðlegum venjum og sérstökum aðstæðum í hverju landi. Þessa daga í Finnlandi verður fjallað um hvort hið norræna velferðarmódel eigi sér framtíð og hvernig kirkjurnar miðla fagnaðarerindinu í beinum aðgerðum þannig að umhyggjan fyrir þeim sem eru í viðkvæmustu stöðu samfélagsins verði áfram leiðarljós kærleiksþjónustunnar.

Skráningu á ráðstefnuna lýkur 30. apríl. Allar upplýsingar má finna á vef ráðstefnunnar, Nordiska Diakonidagar. Hún er opin öllum sem vinna á vettvangi kærleiksþjónstu.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 16/4 2016

Nýr kjarasamningur

Nýr kjarasamningur milli Fræðagarðs og launanefndar Þjóðkirkjunnar hefur verið samþykktur. Hann má finna á vef DÍ. Hér er einnig umfjöllun um hann á vef Stéttar. Hvetjum við félagsfólk DÍ til að kynna sér samninginn og ganga úr skugga um að launagreiðandi hafi aðgang að honum. Athugið að hækkun er afturvirk til 1. maí 2015.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 6/4 2016

Aðalfundur 14. apríl 2016

Aðalfundur Djáknafélags Íslands verður haldinn í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 14. apríl, klukkan 18. Dagskrá liggur fyrir í fundarboði sem félagsfólk hefur fengið sent með tölvuskeyti. Ef brögð eru að því að fundaboð berist ekki, vinsamlegast látið vita með skeyti stílað á eldriborgararad [hjá] kirkjan.is

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn og huga að því áður hvort félagsgjöld hafi verði greidd. Veitingar verða á fundinum í boði félagsins.

Group Of Business People Clipart | Clipart Panda - Free Clipart Images

Mynd fengin hjá cliparts.co

Ólöf I. Daviðsdóttir, 1/4 2016

Hrafnhildur Eyþórsdóttir vígð til djákna

Við djákna- og prestsvígslu sem fram fór í Dómkirkjunni, 20. september 2015, var Hrafnhildur Eyþórsdóttir vígð til djákna i Laugarnessókn í Reykjavík. Einnig fengu þá prestsvígslu þær Eva Björk Valdimarsdóttir og Jóhanna Gísladóttir. Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, annaðist vígsluna. Sjá nánar í frétt um athöfnina og aðra vígsluþega. Djáknafélagið býður Hrafnhildi velkomna til starfa og biður henni blessunar í verkum sínum.

Djáknavígsla Hrafnhildar 200915

Ólöf I. Daviðsdóttir, 10/3 2016

Félagsfundur í Kópavogskirkju


Fimmtudaginn 10. mars frá kl. 17:00 – 18:30 verður haldinn félagsfundur Djáknafélags Íslands í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Efni fundarins verður kynning á norrænu djáknaþingi sem verður haldið  í Finnlandi dagana 17. – 19. ágúst 2016 í Helsinki í Finnlandi. Slóð þingsins er: http://nordiskadiakonidagar.org
Fjölmennum á fundinn og fjölmennum til Finnlands.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 7/3 2016

Áslaug Helga Hálfdánardóttir vígð til djákna

Djákna- og prestsvígsla fór fram í Dómkirkjunni sunnudaginn 7. febrúar. Þá var Áslaug Helga Hálfdánardóttir vígð til djákna. það er söfnuðurinn í Lindasókn sem kalla Áslaugu Helgu til starfa. Hún hefur um árabil starfað í Lindakirkju og er því heimavön í kirkjunni. Djáknafélagið býður Áslaugu velkomna til starfa og biður henni blessunar í verkum sínum. Í sömu athöfn var vígð til prests Hildur Björk Hörpudóttir. Það er Reykhólaprestakall sem kallar Hildi Björk til starfa.

Áslaug Helga vígð til djákna

 

Þórey Dögg Jónsdóttir, 8/2 2016

Jólakveðja

Stjórn DÍ sendir sínar bestu jólakveðjur til ykkar allra með ósk um guðsblessun og gæfu á komandi ári.

Hittumst heil á nýju ári og höldum áfram að sameina krafta okkur til dýrðar ríki Drottins hér á jörð.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 22/12 2015

Efni málþingins á vef DÍ

Mynd: Myndasafn frá Hrærum vatnið!

Efni málþingsins “Hrærum vatni! Djáknaþjónusta í kirkjunni” er nú aðgengilegt á vef félagsins.  Á síðunni er að finna yfirlit yfir dagskrárþætti með tenglum á þá. Efnið er birt með ýmsum hætti, bæði sem myndbönd og texti. Einnig er vísað á ljósmyndir frá þinginu. Þær munu halda áfram að berast inn á nýstofnaðan  myndavef DÍ. Þá eru þar einnig tenglar á pistla um viðfangsefni þingsins sem birtir voru á tru.is í aðdraganda þess.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 18/11 2015

Leikþáttur frá málþinginu “Hrærum vatnið!”

Þessi stutti trúðleikur af fluttur á málþinginu “Hrærum vatnið! Djáknaþjónusta í kirkjunni”. Hann sækir innblástur í frásögn Jóhannesarguðspjalls 5.1-9 um lækningu sjúks manns. Á tru.is var einnig birtur pistill byggður á sömu hugmynd.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 29/10 2015


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS