Djáknafélag Íslands

 

Nýr gjaldkeri DÍ

 

Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni í Langholtskirkju  hefur tekið við sem gjaldkeri DÍ. Hún tók við starfinu af Þóreyju Dögg Jónsdóttur sem er sest í stól formanns DÍ.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 10/2 2015

Aukaaðalfundur DÍ

Aukaaðalfundur Djáknafélagsins var haldinn 2. desember í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Þórey Dögg Jónsdóttir var kosin nýr formaður en  Rut G. Magnúsdóttir sem var formaður hætti af persónulegum ástæðum.  Þórey var gjaldkeri félagsins og í hennar stað var Dóra Sólrún Kristinsdóttir kosin.  Áfram í stjórn sitja Linda Jóhannsdóttir, Kristín Árnadóttir og Guðbjörg Ágústsdóttir.

Eftir fundarstörfin var jólafundur með helgistund og veitingum.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 18/12 2014

Ráðstefna um kyrrðarstarf 18. október

Ráðstefna um kyrrðarstarf í kirkjunni verður 18. október kl. 10-15 í Neskirkju. Fjallað verður um ólíkar hefðir í kyrrðarstarfi og unnið í hópum. Skrá þarf þátttöku. Sjá dagskrá: Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 7/10 2014

Djákni vígður til Fella- og Hólakirkju

Kristín Kristjánsdóttir djáknakandídat verður vígð til djáknaþjónustu í Fellaprestakalli og Hólabrekkuprestakalli í Dómkirkjunni sunnudaginn 28. september kl. 11. Um leið vígist  til prestsþjónustu Mag. Theol. Elín Salóme Guðmundsdóttir til prestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 25/9 2014

Djákna- og prestsvígsla á degi diakoniunnar

Biskup Íslands vígir þrjá djákna og þrjá presta í Dómkirkjunni  sunnudaginn 14. september kl. 12. Þær sem verða vígðar til djákna eru djáknakandídatarnir Dóra Sólrún Kristinsdóttir til Langholtskirkju, Linda Jóhannsdóttir til Áskirkju og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir til Glerárkirkju. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 11/9 2014

Útvarpsmessa

Djáknakandídatinn Dóra Sólrún Kristinsdóttir predikar í útvarpsmessu frá Langholtskirkju sunnudaginn 14. september  kl. 11.  Messan er helguð kærleiksþjónustunni, diakoníunni.  Þessi dagur er 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og er sá dagur  Dagur diakoniunnar. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 11/9 2014

Dóra Sólrún Kristinsdóttir ráðin djákni í Langholtssókn

Sóknarnefnd Langholtssóknar í Reykjavík hefur ráðið Dóru Sólrúnu Kristinsdóttur djáknakandídat til starfa í Langholtssókn. Starfið var auglýst laust til umsóknar í júlí. Dóra Sólrún lauk djáknanámi árið 2014 og hefur áður starfað sem kirkjuvörður. Alls sóttu fjórir djáknakandídatar um stöðuna.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 8/9 2014

Myndir frá ráðstefnunni

Hér má skoða myndir frá Norrænu djáknaráðstefnunni í Keflavíkurkirkju.

 

Ragnheiður Sverrisdóttir, 23/8 2014

Bænastund við Útvarpshúsið á föstudagsmorgni

Við erum ekki aðgerðasinnar eða mótmælendur. Við erum kristið fólk sem viljum eiga samleið í bæn. Bænin opnar fyrir það fegursta í hjarta okkar og huga,“ segir í tilkynningu frá hópi sem býður til bænastundar við Útvarpshúsið í Efstaleiti kl. 7:30 að morgni föstudagsins 22. ágúst. Þar verður borin fram þakkar- og fyrirbæn fyrir útvarpi allra landsmanna og menningu þjóðarinnar. Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 21/8 2014

Sex sóttu um djáknastarf í Fella- og Hólakirkju

Sex umsækjendur eru um 50%  stöðu djákna í Fella- og Hólakirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sem var auglýst laus til umsóknar. Staðan er veitt frá 1. september næstkomandi. Umsækjendur eru:

  • Elísabet Gísladóttir
  • Guðmundur S. Brynjólfsson
  • Kristín Kristjánsdóttir
  • Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
  • Sigurbjörg Þorgrímsdóttir
  • Þórunn Ragnheiður Sigurðardóttir

Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst sl. Sóknarnefndir Fella- og Hólakirkju ráða í stöðuna.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 21/8 2014


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS