Djáknafélag Íslands

 

Málþingið “Hrærum vatnið!”

Mynd: Hrærum vatnið?

Málþing um djáknaþjónustu í kirkjunni undir yfirskriftinni “Hrærum vatnið!” var haldið 23. október 2015. Þingið var öllum opið og sóttu það 70 manns. Dagskrá var fjölbreytt og var boðið upp á fyrirlestur með umræðum, myndband með viðtölum við djákna, leikþátt, örfyrirlestra, sagnalist og helgistund. Yfirskriftin var innblásin af frásögn Jóhannesarguðspjalls (5.1-9) af því þegar Jesús læknaði sjúkan mann við Betesda laug.
Tilefni málþingsins var þríþætt. Árið 2015 voru liðin 20 ár síðan fyrstu djáknakandídatarnir útskrifuðust frá Háskóla Íslands. Einnig átti Djáknafélags Íslands 20 ára afmæli. Loks var 50 ára vígsluafmæli Unnar Halldórsdóttur sem vígðist sem díakonissa til Hallgrímssafnaðar, árið 1965.

Ýmsir dagskrárliðir eru aðgengilegir hér fyrir neðan.

Fyrirlestur Péturs Björgvins Þorsteinssonar (myndband), – Kærleiksþjónusta í fortíð, samtíð, framtíð. Pétur Björgvin starfar við æskulýðsmál í Þýskalandi en á að baki langan og farsælan feril í djáknaþjónustu á Íslandi. Pétur er með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst og hefur lengið látið sig varða málefni ungs fólks í Evrópu.

Myndband Ármanns Gunnarssonar með viðtölum sem hann tók við djákna á Norræna djáknaþinginu sem haldið var í Keflavík árið 2014. Ármann er verkefnastjóri og stundakennari við Háskóla Íslands. Hann starfar sjálfstætt við menningarmiðlun og myndbandagerð. Hann er einnig djákni.

Biblíusagan um lækningu við Betesdalaug (Jóh 5:1-9, myndband), sem Ólöf I. Davíðsdóttir, djáknakandídat flutti.

Trúðleikurinn “Baráttan um vatnið” (myndband), innblásinn af atburðinum við Betesdalaug. Höfundur og leikstjóri var Ólöf I. Davíðsdóttir. Leikarar voru Frida Adriana Martins, listakona og Guðrún Hrönn Jónsdóttir, djáknakandídat og æskulýðsfulltrúi KFUM og K.

Myndir frá málþinginu.

Örfyrirlestur Gry Ek Gunnarsson, “Hvers vegna djákni?” Gry Ek er formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólasókn þar sem djáknar hafa starfað um árabil.

Örfyrirlestur Rutar G. Magnúsdóttur, “Hvað felst í störfum mínum?” Rut er djákni í Mosfellsprestakalli og starfa sem djákni og kennari við grunnskóla.

Ágrip af örfyrirlestri Þóreyjar Daggar Jónsdóttur, djákna, er væntanlegt.

Örfyrirlestur Rósu Kristjánsdóttur, djákna. “Af hverju að vinna á útfararstofu?” Rósa er útfararstjóri hjá Útfararstofu kirkjugarðanna.

* * * * *

Í undanfara málþingsins voru nokkrir pistlar birtir á tru.is sem varða umfjöllunarefni þess:

Djáknar og fjölbreytni í kirkjunni, Djáknaþjónustan – Eitt í Kristi eftir Pétur Björgvin Þorsteinsson

100 djáknar? sem er m.a. inniheldur tölfræðilega samantekt eftir Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákna.

Baráttan um vatnið – djáknaþjónustan í kirkjunni eftir Ólöfu I. Davíðsdóttur, djáknakandídat.

Við hvetjum félagsfólk og aðra áhugasama til að lesa þessa pistla.

Mynd: Myndasafn frá Hrærum vatnið!

 

· Kerfi RSS