Djáknafélag Íslands

 

Djáknavígsla 24. september

Elísabet Gísladóttir vígist til djákna við athöfn í Dómkirkjunni, sunnudaginn 24. september n.k., klukkan 11. Elísabet mun gegna djáknaþjónustu við hjúkrunarheimilið Sóltún. Einnig hlýtur Sylvía Magnúsdóttir þá prestsvígslu. Hún mun þjóna sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Athöfnin er öllum opin og væri gleðilegt ef djáknar fjölmenntu til vígslunnar.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/9 2017 kl. 14.17

     

    · Kerfi RSS