Djáknafélag Íslands

 

Jóla- og nýárskveðja

Jolakort 2018 Photo by Greg Weaver on Unsplas

Ólöf I. Daviðsdóttir, 23/12 2018

Aðventukvöld 22. nóvember

Mynd frá Anson Antony á Unsplash.com

Nánari upplýsingar hafa verið sendar félagsfólki í tölvuskeyti.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 20/11 2018

Málfundur um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar

Framundan er málþing um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar í breyttu andlegu/trúarlegu landslagi í Evrópu. Í kynningu málfundarins má lesa að þjóðkirkjur hafa nær alls staðar tapað fyrri stöðu sinni og að æ fleiri kjósi að standa utan trúfélaga. Einnig hafa orðið miklar breytingar á samskiptum ríkis og kirkju sem um leið vekur spurningar um hvaða stað hinn aldagamli sögulegi og menningarlegi arfur þeirra tengsla geti átt í samfélagi komandi kynslóða. Hér á landi hefur þessi þróun sérstaklega átt sér stað undanfarin 20 ár og hafa nokkrir þættir hugsanlega hraðað henni hér á landi.

Málfundinum er ætlað að hefja skipulega umræðu um stöðu þjóðkirkjunnar, hvernig hún hyggist starfa í breyttri menningu, um samskipti ríkis og kirkju og um fjármál kirkjunnar. Framsögu á fundinum hafa Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður  sóknarnefndar Grafarvogskirkju og sr. Halldór Reynisson, Nánari upplýsingar eru í frétt á vefnum kirkjan.is.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 30/10 2018

Meistararitgerð um stöðu djáknaþjónustunnar

Svala Sigríður Thomsen djákni lauk meistaraprófi í guðfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Ritgerðin hennar er nú aðgengileg á vef Djáknafélagsins.  Við þökkum Svölu fyrir að deila verkinu með okkur og mun framlag hennar til fræðanna vonandi nýtast öðrum vel. Smellið hér til að lesa.
Í inngangi höfundar segir svo: Ritgerðin Staða djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar er 30 eininga rannsókn til meistaraprófs í praktískri guðfræði í djáknafræðum. Viðfangsefni rannsóknarinnar er staða djákna innan hinnar kirkjulegu þjónustu, hlutverk þeirra í nútímanum og framtíðarsýn. Leitað var að grundvellinum að þjónustu djákna í guðfræði hennar og sögu, í innri og ytri köllun þeirra, menntun, vígslu, starfsþjálfun og embættisgjörð þjónustunnar. Rannsóknarspurningu er ætlað að leiða í ljós viðhorf, væntingar og veruleika djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar.”

Ólöf I. Daviðsdóttir, 14/10 2018

Blogg um kærleiksþjónustu, Diakonibloggen

Diakonibloggen er um kærleiksþjónustu. Þar er fjallað jafnt um verkefni á tengd sænsku kirkjunni og utan hennar. Einnig eru þar fræðslupistlar og hugleiðingar, bóka- og kvikmyndarýni og greinar um samfélagsmálefni. Í sumar hefur reglulega verið skrifað um bækur í sumarlestri og kennir þar margra grasa sem mætti kynna sér. Sem dæmi má nefna bókina “En plats för mig: praktik og arbetsträning i församlingsarbatet.”

 

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/8 2018

Ný stjórn DÍ

Á aðalfundi DÍ sem haldinn var 20. mars var kosið til stjórnar félagsins. Hana skipa nú:

- Elísabet Gísladóttir, formaður
- Hólmfríður Ólafsdóttir, gjaldkeri
- Guðmundur Brynjólfsson, ritari
- Sunna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi
- Helga Björk Jónsdóttir, meðstjórnandi

Félagið þakkar fráfarandi stjórnarfólki kærlega fyrir þjónustuna og óskar þeim sem nú taka sæti í stjórn velfarnaðar til góðra verka.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 21/3 2018

Aðalfundur 20. mars 2018

Aðalfundur Djáknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 20. mars, klukkan 18, í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Boðið verður upp á súpu á fundinum. Við hvetjum alla félagsmenn sem láta sig málefni félagsins síns varða til að mæta.
Fyrir hönd stjórnar, Hrafnhildur Eyþórsdóttir

Ólöf I. Daviðsdóttir, 6/3 2018

Félagsfundur á aðventu

Auglýsing: aðventufundur 4. des 2017

Haldinn verður félagsfundur í byrjun aðventu þar sem við íhugum birtu ljóssins og hlúum svo í kjölfarið að lífsþrótti félagsins okkar með súpu og skemmtilegu samfélagi. Samveran verður í Fella- og Hólakirkju, mánudaginn 4. desember, klukkan 18:30.

(Ljósmynd með leyfi: Gareth Harper, unsplash.com)

Ólöf I. Daviðsdóttir, 22/11 2017

Starf auglýst á Landspítala

Prestur eða djákni með framhaldsmenntun í sálgæslu (CPE) eða sambærilega framhaldsmenntun s.s. fjölskyldumeðferð, óskast á Landspítala.  Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið eru á vef stjórnarráðsins, starfatorg.is, og er jafnframt sótt um starfið í gegnum vefgátt sem þar er.

 

Ólöf I. Daviðsdóttir, 12/11 2017

Námskeið um hópstjórn í sorgarvinnu

Námskeið um hópstjórn á vettvangi sorgarvinnu vegna missis verður haldið á vegum samtakanna Ný dögun þann 18. október n.k. Félagsfólk DÍ hefur fengið upplýsingar um námskeiðið og tilhögun þess í tölvupósti. Einnig má finna upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.

Ólöf I. Daviðsdóttir, 2/10 2017


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS