Djáknafélag Íslands

 

Jólakveðja

Stjórn DÍ sendir sínar bestu jólakveðjur til ykkar allra með ósk um guðsblessun og gæfu á komandi ári.

Hittumst heil á nýju ári og höldum áfram að sameina krafta okkur til dýrðar ríki Drottins hér á jörð.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 22/12 2015

Ný stjórn Djáknafélagsins

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 11. maí 2015 urðu mannaskipti í stjórn. Hana skipa nú:
Þórey Dögg Jónsdóttir, formaður
Dóra Sólrún Kristinsdóttir, gjaldkeri
Linda Jóhannsdóttir, ritari
Guðbjörg Ágústsdóttir, meðstjórnandi
Kristín Kristjánsdóttir, meðstjórnandi

o, 24/6 2015

Aðalfundur DÍ

Aðalfundur Djáknafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 11. maí kl. 18:00 í Langholtskirkju. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum býður Djáknafélagið til máltíðar.

Við hvetjum allt félagsfólk til að mæta og taka virkan þátt.

 

 

Þórey Dögg Jónsdóttir, 5/5 2015

Fátækt og félagsleg einangrun á Íslandi

Fyrirlestur um Fátækt og félagslega einangrun á Íslandi og aðgerðir Hjálparstarfs kirkjunnar verður 14. apríl kl. 10.30 – 11.45  í Grafarvogskirkju. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu fjallar um málið. Umræður og fyrirspurnir. Dagskráin er öllum opin og er sérstaklega haldin í tengslum við prestastefnuna sem byrjar kl. 18 sama dag.

Ragnheiður Sverrisdóttir, 7/4 2015

Prestastefna í Grafarvogskirkju 14. – 16. apríl

Prestastefnan 2015 verður sett kl. 18 þann 14. apríl í Grafarvogskirkju.  Yfirskrift hennar er „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ Jh. 3:16. Biskup boðar ávallt djákna til Prestastefnu. Djáknar hafa komið með tillögu um að hún heiti Presta- og djáknastefna en það hefur (enn) ekki verið samþykkt. Þórey Dögg Jónsdóttir formaður DÍ tekur þátt í pallborðsumræðum „Kirkjan og þjóðfélagið: Hverjum er kirkjan að boða fagnaðarerindið?” Sjá nánar https://innri.kirkjan.is/prestastefna/

Ragnheiður Sverrisdóttir, 7/4 2015

Félagsfundur DÍ: Pílagrímagöngur

Djáknafélag Íslands býður til félagsfundar í Kópavogskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 17:30. Við erum búin að fá frábæran fyrirlesara til að heimsækja okkur. Það mun vera hún Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og skógarbóndi sem stendur fyrir pílagrímagöngum um Síldarmannagötur ár hvert. Hún fjallar um gönguna í máli og myndum. Nú reimum við á okkur gönguskóna og búum okkur undir það að gerast pílagrímar í sumar. Djáknanemar eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Veitingar í boði DÍ.Vinsamlegast skráið þátttöku í ellimal@simnet.is
Við hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 16/3 2015

Kyrrðardagur í Dómkirkjunni laugardaginn 14. mars.

 

Laugardaginn 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn.

Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið. Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði kl. 8:30 og honum lýjur kl. 16:00. Eftir hádegi verður pílagrímaganga, bænaganga um nágrennið, svo mikilvægt er að búa sig í samræmi við það. Skráning og nánari upplýsingar hjá laufey@domkirkjan.is

Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur þar sem færi gefst að leita inn í hina góðu og umvefjandi kyrrð sem veitir hjartanu hvíld og styrk  í trú og bæn.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 13/3 2015

Efling djákna í starfi

Mjög vel heppnað námskeið djákna, Efling í starfi, var haldið í Fella- og Hólakirkju mánudaginn 2. mars. Þátttaka var góð og allir héldu sáttir heim á leið í námskeiðslok.

Þórey Dögg Jónsdóttir, 3/3 2015

Efling djákna í starfi

Námskeiðið Efling djákna í starfi verður haldið 2. mars kl. 16.30 – 20.30 í Fella- og Hólakirkju. Dagskráin byrjar með hressingu og spjalli en síðan fjallar Elín Elísabet Jóhannsdóttir um efnið. Kvöldmatur er kl. 18.30 og helgistund kl. 20.Elín Elísabet Jóhannsdóttir er kennari og markþjálfi. Hún hefur í árabil unnið á biskupsstofu með efnisgerð fyrir barna- og æskulýðsstarf og skrifað mikið á efnisveitu kirkjunnar. Skráning á ragnheidur.sverrisdottir@kirkjan.is í seinasta lagi 27. mars

 

Ragnheiður Sverrisdóttir, 24/2 2015

Djákna- og prestsvígsla 22.febrúar

Sunnudaginn 22. febrúar kl.14 verður djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígð til djákna verður Anna Elísabet Gestsdóttir sem mun starfa í Útskálaprestakalli. Til prestaþjónustu vígist Ása Laufey Sæmundsdóttir en hún mun starfa hjá íslenska söfnuðinum í Noregi. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir. Vígsluvottar verða Margrét Gunnarsdóttir Lesa áfram …

Ragnheiður Sverrisdóttir, 18/2 2015


Djáknafélag Íslands
Grensáskirkju
108 Reykjavík

 

· Kerfi RSS