Dalvíkurprestakall

 

Aðventukvöld í Vallakirkju – 9. desember

Kæru vinir!
Annað kvöld, 9. desember, verður aðventuhátíð í Vallakirkju kl. 20.00. Við tendrum á Spádómakertinu og Betlehemkertinu – Gyða Alfreðsdóttir syngur fyrir okkur og Svanbjörg Anna leikur á fiðlu.
Kórinn syngur falleg lög undir stjórn Páls Barna Szabo – og svo syngjum við öll saman.
Ræðumaður kvöldsins verður Jóhannes Sigvaldason og sr. Oddur Bjarni annast umsjón.
Við komumst sannarlega í hátíðaskap við slíka samveru.
Hlakka til!

Oddur Bjarni Þorkelsson, 8/12 2018

Aðventan hefst

Þá nálgast blessuð aðventan. Enda eru hús víða orðin fallega skreytt og víst er að blessuð ljósin veita okkur vel þegna birtu.
Á aðventunni er ýmislegt um að vera og verður nú tínt til eitt og annað sem er á döfinni næstu daga:
Þriðjudagur: Helgileikur og jólalög æfð í Stærri-Árskógskirkju kl. 15.30
Miðvikudagur: Bænastund kl. 12.00 í Dalvíkurkirkju. Aðventustund æfð í Hrísey
Fimmtudagur: Heimsókn á Dalbæ
Laugardagur: Aðventuhátíð í Hríseyjarkirkju kl. 17.00. Kveikt á leiðalýsingu. Sr. Magnús annast umsjón. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur. Börnin skrýðast og syngja.  Jólasaga og hugvekja.
Sunnudagur: Aðventuhátíð í Stærri-Árskógskirkju kl. 17.00. Kveikt á Leiðalýsingu. Sr. Oddur Bjarni annast umsjón. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Svanbjargar Sverrisdóttur.  Blessuð börnin flytja helgileik.  Jólasaga og hugvekja.
Sunnudagskvöld: Aðventuhátíð kl. 20.00 í Möðruvallaklausturskirkju. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Barnakór Þelamerkurskóla syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Sr. Oddur Bjarni hefur umsjón og flytur jólahugvekju.
Sunnudagskvöld: Aðventuhátíð kl. 20.00 í Dalvíkurkirkju.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Páls Barna Szabó.
Sr. Magnús annast umsjón. Ræðumaður kvöldsins er Katrín Sigurjónsdóttir. Börn í 5. og 6. bekk Dalvíkurskóla flytja helgileik.
Við verðum svo sannarlega í jólaskapi næstu helgi – :)
Og við hlökkum til að hitta ykkur öll!

Oddur Bjarni Þorkelsson, 27/11 2018

Vikan framundan

Í dag er bænastund kl. 12.00 í Dalvikurkirkju að vanda.

Á  morgun er svo krakkafjör og læti í  Dalvíkurkirkju kl. 16.00

Á  sunnudaginn er auðvitað sunnudagaskólinn kl. 11.00
Fullveldisguðþjónusta í Möðruvallakirkju kl. 14.00
Allra heilagra messa kl. 20.00 í Dalvíkurkirkju
- Sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur þjónar í þeim.

Þess má geta að Oddur Bjarni er kominn í leyfi fram til 17. nóv.

Góðar stundir

Oddur Bjarni Þorkelsson, 31/10 2018

Sunnudagaskóli og sindrandi hjörtu!

Kæru vinir!
Minni á líf og fjör í sunnudagaskólanum á sunnudagsmorguninn kl. 11.00.  Oddur Bjarni segir sögu og verður með smá leikþátt – og sunnudagaskólagengið ætlar að syngja og vera eldhresst í vetrarham !
Það voru aldeilis glæsileg ungmenni sem létu gott af sér leiða í Krakkafjörinu síðastliðinn fimmtudag, en margir skókassar skiluðu sér í söfnunina “Jól í skókassa”.
Þær gjafir eiga svo sannarlega eftir að gleðja lítil hjörtu systkina okkar sem á þurfa að halda.
Þið eigið falleg börn :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 26/10 2018

Vikan í vændum

Ný vika er hafin og er það vel.

Margt er framundan:

Þriðjudagur kl. 13.45 – fermingarfræðsla í Dalvíkurkirkju

Miðvikudagur kl. 12.00 – bænastund í Dalvíkurkirkju
kl. 14.30 – fermingarfræðsla í Leikhúsinu Möðruvöllum

fimmtudagur  kl. 13.45 – sungið á Dalbæ

kl. 16.00 – Krakkafjör í Dalvíkurkirkju

sunnudagur kl. 11.00 – sunnudagaskóli í Dalvíkurkirkju

kl. 11.00 – guðþjónusta í Stærri-Árskógskirkju
kl. 13.30 – guðþjónusta í Tjarnarkirkju
kl. 20.00 – guðþjónusta í Hríseyjarkirkju

 

Oddur Bjarni Þorkelsson, 8/10 2018

Krakkafjörið hefst!!!

Í dag hefst krakkafjörið, sem er samstarf okkar við KFUM/K – og byrja herlegheitin kl. 16.00
Hlökkum til að sjá ykkur :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 4/10 2018

Afsökunarbeiðni

“Vetur kemur og vetur fer…” sungu þeir í Mannakornum einhvern tíma – en hjá okkur var það sumarið sem kom og fór, ásamt með vorinu – og nú er komið haust.

Ég undirritaður biðst afsökunar á því að hér hafi ríkt þögnin ein allan þennan tíma, hef engar sérstakar afsakanir fyrir því – og læt held ég þar við sitja.

Haustið er komið vissulega, í þessum rituðu orðum falla fyrstu snjókornin til jarðar hér á Möðruvöllum og stöku jarm heyrist ofan af túni.
Barnastarfið er hafið í prestkallinu; 2 fjölskyldumessur nú þegar verið, í Hrísey og á Möðruvöllum – ákaflega góðar stundir báðar 2.  Þá hófum við sunnudagaskólastarfið óvanalega snemma í Dalvíkurkirkju; þann 16. september.  Þar hefur hreinlega orðið sprenging – fyrst voru um 60 og nú síðustu tvo sunnudaga voru 75 og 79 manns sem sóttu.  Þetta er afskaplega gleðilegt.

Bænastundirnar í hádeginu á miðvikudögum eru einnig með metaðsókn, hartnær 40 manns síðasta miðvikudag.

Komandi sunnudag verða tvær guðþjónustur haldnar:  Kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju og um kvöldið er haustguðþjónusta í Möðruvallakirkju.  Sr. Oddur Bjarni þjónar í þeim báðum.

Ég lofa bót og betrun hér á síðunni og óska öllum lesendum Guðs blessunar

Oddur Bjarni Þorkelsson – prestur á Möðruvöllum

Oddur Bjarni Þorkelsson, 1/10 2018

Páskahátíðin!

Kæru vinir.

Nú líður að lokum páskaföstu og upp rennur sjálfur páskadagurinn – stærsta fagnaðarhátíð okkar kristinna mannsbarna.
Helgihaldið komandi daga verður sem hér segir:

Hátíðarmessa í Urðakirkju að kvöldi skírdags, kl. 20.30 – sr. Magnús þjónar
Dalvíkurkirkja að kvöldi föstudagsins langa kl. 20.00 – Píslarsagan lesin og flutt Lítanía  Bjarna Þorsteinssonar.

Páskadagur:
8.00 – hátíðarguðþjónusta í Dalvíkurkirkju – sr. Magnús þjónar
11.00 – hátíðarguðþjónusta í Stærri-Árskógskirkju – sr. Oddur Bjarni þjónar
13.00 – hátíðarguðþjónusta í Möðruvallakirkju – sr. Oddur Bjarni þjónar
14.00 – hátíðarguðþjónusta í Hríseyjarkirkju – sr. Magnús þjónar

Annar í páskum
14.00 – hátíðarguðþjónusta á Dalbæ – sr. Magnús þjónar

Oddur Bjarni Þorkelsson, 28/3 2018

Og ýmislegt er um að vera!

Kæru vinir.

Í vikunni sem er að líða hjá, hefur starfið gengið sinna góða gang; Bænastundin í hádeginu á miðvikudögum hefur fjölda trúfastra gesta, og fermingarfræðslan gengur vel á miðvikudögum og fimmtudögum.   Krakkarnir í krakkafjörinu framleiddu slím af miklum móð í gær og eru til alls vís :)

Á sunnudaginn kemur verður svo einnig glatt á hjalla.  Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju og ætla Maggi, Ingunn og Sigga Jóseps að sjá um hann, segja sögur, syngja og föndra í gleði.

Kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju er svo Systkinamessa! Þá verða flutt lög sem eru þekkt í flutning Ellýjar og Villa Vill – og í stað hefðbundinnar predikunar þá flytja systkini vitnisburð um upplifun þeirra af því að vera og eiga systkini.    Sr. Magnús og Ragna systir hans ætla að segja okkur allt um það – og það verður spennandi !  Foreldrar fermingarstúlkna bjóða svo upp á kirkjukaffi að guðþjónustu lokinni.

Kl. 14.00 verður Systkinamessa í Möðruvallakirkju. Er hún með sama sniði, nema hvað það eru systkinin Árni og Hulda Steinunn Arnsteinsbörn sem ræða málin sín í millum þar.  Að lokinni guðþjónustu arka kirkjugestir til Leikhúss og fá sér kaffisopa og með því.

Mikið sem þetta verður allt saman gaman -

Oddur Bjarni Þorkelsson, 2/3 2018

Helgin

Kæru vinir

Í fyrramálið – ef að veður leyfir – verður sunnudagaskóli kl. 11.00 í Dalvíkurkirkju.  Það verður líf og fjör – við byrjum inni í kirkju, en svo fara sunnudagaskólabörnin yfir í safnaðarheimilið, meðan að guðþjónustan heldur áfram í kirkjunni.   Óvæntur gestur mætir til að gleðja börnin, hvorki meira né minna en Galdrastelpa!!! Það verður spennandi.   Síðan verður auðvitað saga og söngur og sígild gleði.

Klukkan 11.00 er guðþjónusta í Dalvíkurkirkju sem að sr. Oddur Bjarni Þorkelsson leiðir og fær aðstoð fermingarbarna.  Ungt fólk annast allan tónlistarflutning. Selma Rut Guðmundsdóttir,  nemendur tónlistarskólans og svo Elvar, Þormar og Þorsteinn sem verða fulltrúar okkar á Samfés.  Ekki amalegt það :)

Að lokinni guðþjónustu verður messukaffi í boði foreldra fermingardrengja.

KLukkan 14.00 er guðþjónusta á Möðruvöllum – kórinn syngur fyrir okkur undir lipurri stjórn Sigrúnar Mögnu. Sr. Oddur Bjarni leiðir stundina og fermingarbörnin flytja okkur guðspjallið.  Eyrún Lilja Aradóttir flytur okkur lag og mögulega leikur Jósavin bróðir hennar undir.  Skírnargleðin í fyrirrúmi og kaffistund í Leikhúsinu að lokinni guðþjónustu.

Hittumst heil :)

Oddur Bjarni Þorkelsson, 10/2 2018

Viðtalstími presta: Eftir samkomulagi
Símar sr. Magnúsar: 466 1350 og 896 1685
Símar sr. Odds Bjarna : 4621963 og 895-6728

Varðandi opnunartíma kirkna í prestakallinu skal haft samband við presta, kirkjuverði, eða umsjónarmenn kirknanna.

Laugardagur

Athafnir

Dagskrá ...