Dalaprestakall

 

Safnaðarstarf

Guðsþjónustur eru í kirkjum safnaðanna á sunnudögum og hátíðum.
Hjartað í starfi hvers safnaðar er að finna í guðsþjónustunni. Hún er kjarni og uppskera hins daglega starfs.
Í öllum átta sóknum prestakallsins eru guðsþjónustur. Í Dagverðarnesi er ein guðsþjónusta á ári. Í Hjarðarholti er guðsþjónusta að jafnaði 1.-2. í mánuði, en 3.-6. sinnum á ári í hinum söfnuðunum.

Kyrrðarstundir eru á Silfurtúni vikulega á föstum kl. 17:15, en annars mánaðarlega kl. 14, bæði  á miðvikudögum og mánaðarlegar tvær athafnir á Fellsenda kl. 11 á föstudögum.

Auk þess eru mánaðarlegar heimsóknir á Fellsenda og Silfurtúni.

Auk barnaguðsþjónusta, sem eru vikulegar á veturna fyrir jól í Hjarðarholtskirkju kl. 11, er farið í hverjum mánuði í heimsókn á leikskóladeild Auðarskóla.

Kirkjukór Dalaprestakalls æfir vanalega einu sinni í viku á vetri, á mánudögum í tónlistarskólanum, og fyrir hverja athöfn á sumrin.

Fullorðinsfræðsla:  Boðið verður upp á eitt eða tvö námskeið á ári.  Vorið 2010 verður boðið upp á námskeiðið  Jesú bænin – bæn hjartans.  Næsta námskeið verður svo væntanlega Gott betur, sem er samskiptanámskeið.  Einnig verður boðið upp á Emmaus námskeið.

Organisti er Halldór Þ. Þórðarson.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um leyfð mannanafnanöfn á Íslandi.
Hér er hægt að nálgast skýringar á messunni.
Hér er hægt að finna hugmyndir og texta brúðkaupssálma og laga og nýir sálmar hér .
Upplýsingar um brúðkaupsathöfnina .

     

    Dalaprestakall, Sunnubraut 25, 370 Búðardal. Sími 4341139 · Kerfi RSS