Dalaprestakall

 

Fermingarmessa í Kvennabrekkukirkju

Fermingarmessa í Kvennabrekkukirkju sunnudaginn 2.apríl kl. 14:00.
Fermingarbarn; Anna Karen Thorlacius
Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. Kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Allir velkomnir.
Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 28/3 2017

Fermingarmessa í Hvammskirkju

Fermingarmessa í Hvammskirkju sunnudaginn 19. mars, kl. 11:00.
Fermingarbarn Arndís Ólafsdóttir
Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson. Kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Allir velkomnir.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 16/3 2017

Stóra-Vatnshornskirkja – fjölskylduguðsþjónusta

Fjölskylduguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju, sunnudaginn 19. febrúar, kl. 14:00. – Við komum saman og fögnum konudeginum með táknrænum hætti.

Fermingarbörn aðstoða við athöfnina, lesa ritningarlestra og fara með bænir, leika og syngja nokkur lög.- Halldór Þorgils Þórðarson annast undirleik og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Njótum samverunnar og treystum vináttuböndin í kirkjunni.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 18/2 2017

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót

24. desember – Aðfangadagur jóla
Kl. 14:00 – Helgistund á Fellsenda
Kl. 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

25. desember – Jóladagur
kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Staðarfellskirkju
kl. 17:00 – Helgistund á Silfurtúni

26. desember – Annar dagur jóla
kl.14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hvammskirkju
kl.20:00 – Kertamessa í Kvennabrekkukirkju

1. janúar – Nýársdagur (2017)
kl.14:00 – Nýársmessa í Snóksdalskirkju

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls flytur hátíðarsöng.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 21/12 2016

Guðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju

Ljósa- og fyrirbænaguðsþjónusta verður í Kvennabrekku sunnudaginn 6. nóvember, kl. 14:00. – Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bera ljósið um kirkjuna. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Finnum hvíld og gleði í samfélagi við Guð og menn um leið við minnumst látinna ástvina.

Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 5/11 2016

Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Mánudaginn 7. nóvember ganga fermingarbörn í hús og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku.- Takið vel á móti þeim, aðstoð ykkar skiptir máli.

Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 5/11 2016

Sumarleyfi sóknarprests

Sumarleyfi sóknarprests er frá 1.- 30. sept. að báðum dögum meðtöldum. – Afleysingar þennan tíma annast:

Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur Stykkishólmsprestakalli;
Símar: 438-1560 (kirkjan) 438-1632 (h) 865-9945 (gsm)
Netfang: gunnareir@simnet.is

Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur Reykhólaprestakalli;
Símar: 434-7716 (kirkjan) 438-1632 (h) 699-5779 (gsm)
Netfang: hildur.horpudottir@kirkjan.is

 
Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 31/8 2016

Sumarguðsþjónusta í Dagverðarneskirkju

Sunnudaginn 14. ágúst verður hin árlega sumarguðsþjónusta í Dagverðarneskirkju kl. 14:00. – Halldór Þorgils Þórðarson mætir með harmonikkuna og leiðir léttan söng ásamt þeim Sigrúnu Halldórsdóttur og Ríkharði Jóhannssyni sem leika á klarinett og saxofón. Helga Möller, söngkona,  og Svanlaug Jóhannsdóttir syngja nokkur lög.

Eftir athöfnina er kirkjugestum boðið í kaffi á Ormsstöðum hjá Selmu.

 

Verið velkomin.

Sóknarprestur.

 

 

 

Anna Eiríksdóttir, 10/8 2016

Hjarðarholtskirkja á degi aldraðra

Samverustund fyrir alla fjölskylduna á uppstigningardag, 5. maí, í Hjarðarholtskirkju kl. 14:00.

Dagurinn er tileinkaður öldruðum og af því tilefni ætlar sönkonan Helga Möller að frumflytja lagið “Tegami bréfið” eftir japanska tónlistarmannin Ryoichi Higuchi, til heiðurs öldruðum. Að baki býr fallegur boðskapur um ást og virðingu, sem listamaðurinn afhendir fólki í bréfaformi, en hann hefur borið bréfið með söng sínum til fólks í 147 borgum Japans.
Textinn við lagið er í þýðingu Þorsteins Eggertssonar.

Kirkjukór Dalaprestakalls leiðir annan söng undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar og býður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Allir velkomnir.

Sóknarprestur

 

Anna Eiríksdóttir, 27/4 2016

Fermingar- og hátíðarmessur um páska 2016

Pálmasunnudagur – 20. Mars
Snóksdalskirkja – Fermingarrmessa kl. 12:00
Fermingarbarn: Hilmar Jón Ásgeirsson

 

Skírdagur – 24. mars
Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00
Fermingarbarn: Breki Örn Jenke

Skarðskirkja – Fermingarmessa kl. 14:00
Fermingarbarn: Ragnar Hermannsson

 

Páskadagur – 27. mars
Kvennabrekkukirkja – Hátíðarmessa kl. 14:00

 

Annar dagur páska – 28. mars
Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 13:00
Fermingarbarn: Unnur Th. Indriðadóttir

 

Organisti í atöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson. – Kirkjukór Dalaprestakalls annast sönginn.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 16/3 2016

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími.
Kl. 14 helgistund eða heimsókn á Silfurtúni einn dag í mánuði.
Kl. 16:30 kyrrðarstundir á föstu og aðventu á Silfurtúni.

Dagskrá ...