Dalaprestakall

 

Biðjum og styðjum 4. til 11. október

Ár er frá því að efnahagskreppa skall yfir íslenska þjóð. Um allt land brugðust söfnuðir við og sinntu þeirri skyldu sinni að aðstoða fólk. Mikið hefur mætt á Hjálparstarfi kirkjunnar. Umsóknum um aðstoð fjölgaði gríðarlega, fólk sem aldrei hefur áður þurft á aðstoð að halda hefur þurft að stíga þau örðugu spor. Sem dæmi má nefna að í september 2008 varði Hjálparstarfið 900.000 krónum í aðstoð, mat, lyf, skólagjöld, skólavörur, tómstundagjöld og fleira. Í september 2009 var þessi upphæð um átta milljónir króna. Lesa áfram …

Óskar Ingi Ingason, 6/10 2009

Fermingarbarnamót vetrarins

Fermingarbarnamót prófastsdæmisins verður haldið á Laugum í Sælingsdal 25.-27. október 2009.
Takið frá daginn!

Meiri upplýsingar hér.

Óskar Ingi Ingason, 1/10 2009

Fjölskylduguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

Á sunnudag, 4. október, kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju. Guðsþjónustan er í senn sunnudagsskóli og almenn guðsþjónusta. Alla sunnudaga fram að jólum verða barnaguðsþjónustur. Ekki gleyma að leyfa mömmu, pabba og systkinunum að koma með!! Boðið verður uppá djús og dund eftir guðsþjónustu í þjónustuhúsinu.

Sóknarprestur.

Óskar Ingi Ingason, 1/10 2009

Fermingarfræðsla 2009-2010

Fermingarfræðsla vetrarins hefst fimmtudaginn 24. september kl. 15:30 í Rauða kross húsinu. Tímar verða annan hvern fimmtudag.

Fundur með foreldrum verður í Þjónustuhúsi Hjarðarholtskirkju kl. 20:30 þriðjudaginn 29. september.   Fundurinn þann 22. frestast því um viku.

Hér fyrir neðan er tengill á fésbókarsíðu fermingarstarfsins.

Sjá nánar

Óskar Ingi Ingason, 20/9 2009

Fjölskylduguðþjónusta

Á sunnudag, 4. október kl. 11 verður vina-/fjölskylduguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju. Allir velkomnir. Um er að ræða sambland af almennri guðsþjónustu og barnaguðsþjónustu/sunnudagaskóla og markar upphaf sunnudagaskóla vetrarins. Boðið verður upp á djús og kaffi í þjónustuhúsinu að lokinni athöfn.

Kerfisstjóri, 15/9 2009

Nýtt útlit á vefnum

Nú hefur kirkjan.is tekið upp nýtt vefumsjónarkerfi sem eykur mjög möguleika vefsins.

Komnar eru fleiri myndir á heimasíðum sóknanna undir prestakallsvalmöguleikanum.

Eins myndir af prestum sem hafa þjónað í þeim prestaköllum sem hafa sameinast í Dalaprestakall.

Ýmsar aðrar breytingar verða gerðar á næstunni.

Óskar Ingi Ingason, 11/9 2009

Um legstaðaskrár kirkjugarðanna

Legstaðaskrár flestra kirkjugarða er að verða klárar og er hægt að nálgast þær á vefnum, gardur.is . Um leið á að koma betri skipulagi á skráningu frátekinna leiða. Þeir sem vilja taka frá leiði eða ítreka eldri beiðni um leiðni eru beðnir að hafa samband við sóknarprest á viðtalstíma.

Óskar Ingi Ingason, 10/9 2009

Sunnudagaskóli

Í vetur verður sunnudagaskóli í kl. 11 alla sunnudaga fram að jólum og hefst í október.
Með því að fylgja tenglinum er hægt að fá upplýsingar um sunnudagaskólann. Mjög skemmtilegur vefur.

Barnatrú.is

Óskar Ingi Ingason, 10/9 2009

Dagverðarneskirkja á skrá friðaðra húsa

11. ágúst 2009 var Dagverðarneskirkja friðuð af Húsafriðunarnefnd, vegna ytri og innri gerðar kirkjunnar. Ekki síst vegna byggingarefnisins sem notað var úr gömlu Dagverðarneskirkjunni til endursmíðinnar.
Gamla kirkjan var byggð af Stefáni Björnssyni snikkara 1848-9.

Vefur Húsafriðunarnefndar.

Óskar Ingi Ingason, 10/9 2009

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími.
Kl. 14 helgistund eða heimsókn á Silfurtúni einn dag í mánuði.
Kl. 16:30 kyrrðarstundir á föstu og aðventu á Silfurtúni.

Dagskrá ...