Dalaprestakall

 

Aðalfundur Kvennabrekkusóknar

Hér með er boðað til aðalsafnaðarfundar Kvennabrekkusóknar, Dalaprestakalli, Snæfellsness og Dalaprófastdæmi, þriðjudaginn 24. nóvember í félagsheimilinu Árbliki kl 20:30.

Dagskrá

 • skýrsla stjórnar
 • reikningar
 • umræður um skýrslu og reikninga
 • ávörp gesta eða fyrirlestur
 • málefni kirkjunnar ( breyting á kirkjuturni )
 • málefni kirkjugarðanna
 • kosningar
 • önnur mál

Sóknarnefndin.

Óskar Ingi Ingason, 13/11 2009

Sunnudagaskóli og Hvammsguðsþjónusta

Á sunnudag, 15. nóvember, verður guðsþjónusta í Hvammskirkju kl. 14. Allir velkomnir.

Sama dag verður sunnudagaskólinn í Hjarðarholtskirkju kl. 11, eins og alla sunnudaga fram að jólum. Söngur, gleði og bros!!

Óskar Ingi Ingason, 10/11 2009

Fermingarbarnasöfnun

Fermingarbörn munu ganga í hús í Búðardal kl. 17:30-21 á þriðjudag, 17. nóvember, og safna fyrir vatnsverkefni í Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.  Hjálpum þeim að hjálpa þeim sem minnst eiga!

Óskar Ingi Ingason, 10/11 2009

Kristniboðsdagurinn

Á sunnudaginn, 8. nóvember, verður almenn guðsþjónusta í Snóksdalskirkju kl. 14. Sá dagur er tileinkaður kristniboði í kirkjum landsins. Allir velkomnir.

Sama dag verður sunnudagaskólinn kl. 11 í Silfurtúni. Takið eftir breyttri staðsetningu.

Óskar Ingi Ingason, 3/11 2009

Allra heilagra messa

Á sunnudag, 1. nóvember, verður messa með altarisgöngu í Hjarðarholtskirkju kl. 14.  Í messunni verður minnst látinna ástvina og kveikt á kertum.  Allra heilagra messa og allra sálna messa.  Kaffi í þjónustuhúsinu eftir athöfn.  Allir velkomnir.

Sama dag verður sunnudagaskólinn í Hjarðarholtskirkju kl. 11, eins og alla sunnudaga fram að jólum.  Söngur, gleði og bros!!  Boðið verður uppá djús og dund eftir guðsþjónustu í þjónustuhúsinu.

Kóræfingar verða á mánudagskvöldum í Tónlistarskólanum kl. 20.  Allir velkomnir.

Óskar Ingi Ingason, 28/10 2009

Fermingarbarnamót á Laugum lokið

Fermingarbarnamót 2009

Frá sunnudags 25. okt. til þriðjudags 27. okt. var haldið fermingarbarnamót á Laugum í Sælingsdal.

Mótið tókst mjög vel og voru unglingarnir úr Stykkishólms-, Dala- og Reykhólaprestakalli hin ánægðustu.

Nú eru komnar myndir frá ferðinni á myndasíðu prófastsdæmisins.

Prestar í Dalabyggð (og víðar)

Prestar í Dalabyggð (og víðar)

Óskar Ingi Ingason, 28/10 2009

Framundan

Á næstunni:

Sunnudaginn 1. nóvember,  Allra heilagra messa:

 • kl. 11 verður  sunnudagaskóli í Hjarðarholtskirkju.
 • kl. 14 verður messa í Hjarðarholtskirkju.

Sunnudaginn 8. nóvember, Kristniboðsdagurinn:

 • kl. 11 verður  sunnudagaskóli í Silfurtúni.
 • kl. 14 verður guðsþjónusta í Snóksdalskirkju.

Sunnudaginn 15. nóvember:

 • kl. 11 verður  sunnudagaskóli í Hjarðarholtskirkju.
 • kl. 14 verður guðsþjónusta í Hvammsskirkju.

Óskar Ingi Ingason, 19/10 2009

Guðsþjónusta í Staðarfellskirkju

Á sunnudaginn,18. október, verður guðsþjónusta í Staðarfellskirkju kl. 14.  Allir velkomnir.

Óskar Ingi Ingason, 13/10 2009

Fjölskylduguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju

Á sunnudag, 18. október, kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju. Guðsþjónustan er í senn sunnudagaskóli og almenn guðsþjónusta. Alla sunnudaga fram að jólum verða sunnudagaskólar. Ekki gleyma að leyfa mömmu, pabba og systkinunum að koma með!!

Óskar Ingi Ingason, 13/10 2009

Sunnudagaskólinn í Hjarðarholtskirkju

Á sunnudaginn, 11. október, verður sunnudagaskóli í Hjarðarholtskirkju kl. 11.

Bjössi bangsi mætir. Íris Björg verður með gítarinn.

Alla sunnudaga fram að jólum verða barnaguðsþjónustur. Ekki gleyma að leyfa mömmu, pabba, systkinunum og bangsa að koma með!

Óskar Ingi Ingason, 6/10 2009

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími.
Kl. 14 helgistund eða heimsókn á Silfurtúni einn dag í mánuði.
Kl. 16:30 kyrrðarstundir á föstu og aðventu á Silfurtúni.

Dagskrá ...