Dalaprestakall

 

Kirkjukór Dalaprestakalls


Aðalfundur Kirkjukórs Dalaprestakalls verður haldinn mánudaginn 8. febrúar 2010, klukkan 21:00, strax eftir kóræfingu. Æfingin hefst klukkan 20:00 í húsnæði tónlistarskólans.

Lesa áfram …

Óskar Ingi Ingason, 29/1 2010

Frétt frá hjálparstarfinu vegna Haítí

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance, Alþjóða neyðarhjálp kirkna.
Söfnunarsími er 907 2003 (hvert símtal 2.500 kr.) og söfnunarreikningur: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

Óskar Ingi Ingason, 22/1 2010

Messuhald um jólin

 • Aðfangadagur jóla, 24. desember, kl. 14 verður helgistund í Hjúkrunarheimilinu Fellsenda
 • Aðfangadagur jóla, 24. desember, kl. 18 verður aftansöngur í Hjarðarholtskirkju
 • Jóladag, 25. desember, kl. 17 verður hátíðarguðsþjónusta í Staðarfellskirkju
 • Jóladagskvöld, 25. desember, kl. 20 verður kertaguðsþjónusta í Snóksdalskirkju
 • Annar í jólum, 26. desember, kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta í Hvammskirkju
 • Þriðja í jólum, 27. desember, kl. 14 verður jólaguðsþjónusta í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Gamlársdagur, 31. desember, kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta í Stóra Vatnshornskirkju

Við óskum þér gleðilegra jóla og farsæls komandi nýtt ár.

Óskar Ingi Ingason, 24/12 2009

Sunnudagaskóli og aðventustund

Á sunnudag, 20. desember, verður síðasti sunnudagaskóli vetrarins.  Hann verður í Silfurtúni kl. 11. Söngur, gleði, bangsar og bros!!

Á fimmtudag, 23. desember, verður kyrrðarstund/aðventustund á Silfurtúni kl. 14. Allir velkomnir!  Athugið breyttan tíma.

Óskar Ingi Ingason, 13/12 2009

Aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju

Á sunnudag, 13. desember, verður sameiginlegt aðventukvöld safnaðanna í Hjarðarholtskirkju kl. 20. Fjölbreytt dagskrá með mikilli þátttöku safnaðanna. Nemendur úr tónlistaskólanum leika lög. Kirkjukórinn syngur. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og einnig verður flutt ljóð.  Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri, flytur hugleiðingu.

Óskar Ingi Ingason, 13/12 2009

Aðventukvöld á Staðarfelli

Á föstudag, 4. desember, verður sameiginlegt aðventukvöld safnaðanna í Staðarfellskirkju kl. 21. Fjölbreytt dagskrá þar sem söfnuðirnir eru mjög virkir. Nemendur úr tónlistaskólanum leika lög. Þorrakórinn styður við sönginn. Einnig verður flutt ljóð og lesin jólasaga.


Óskar Ingi Ingason, 2/12 2009

Sunnudagaskóli og aðventuguðsþjónustur

Á sunnudag, 6. desember, verður sunnudagaskólinn í Hjarðarholtskirkju kl. 11. Söngur, gleði, bangsar og bros!!

Á sunnudag, 6. desember, verður aðventuguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju kl. 14. Þetta verður síðasta guðsþjónusta ársins í kirkjunni. Barnakórinn ásamt Írisi Björg Guðbjartsdóttur syngur „Jól í Búðardal“.

Á fimmtudag, 3. desember, verður kyrrðarstund á Silfurtúni kl. 1710. Slíkar stundir verða á fimmtudögum á aðventu. Allir velkomnir!

Óskar Ingi Ingason, 2/12 2009

Jóladagatal kirkjunnar

Á vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is, er að finna jóladagatal sem varðar hvern dag aðventunnar. Slíkt dagatal var opnað í fyrsta sinn á vef kirkjunnar á aðventu fyrir ári síðan við mikla ánægju ungra sem aldinna.

Á bak við gluggana í Jóladagatali kirkjunnar leynist fróðleikur um aðventu og jól, skemmtilegar sögur, hugmyndir fyrir fjölskyldusamverur, föndur, sálmar og bænir og samverustundir við aðventukransinn. Þar eru líka hugmyndir fyrir góðverkadagatal fjölskyldunnar.

Fyrsti glugginn opnast í dag, 29. nóvember, þegar aðventan gengur í garð á jóladagatali kirkjunnar.

Óskar Ingi Ingason, 29/11 2009

Dagskrá á aðventu og um jól

 • Fimmtudaginn 3. desember kl. 15:30 verður fermingarfræðsla
 • Fimmtudaginn 3. desember kl. 17:15 verður aðventuguðsþjónusta í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Föstudaginn 4. desember kl. 11 verður aðventuguðsþjónusta í Hjúkrunarheimilinu Fellsenda
 • Föstudaginn 4. desember kl. 21 verður aðventukvöld í Staðarfellskirkju
 • Sunnudaginn 6. desember kl. 11 verður sunnudagaskóli í Hjarðarholtskirkju
 • Sunnudaginn 6. desember kl. 14 verður aðventuguðsþjónusta í Kvennabrekkukirkju
 • Miðvikdaginn 9. desember kl. 9 verður helgistund í Auðarskóla, leikskóladeild
 • Fimmtudaginn 10. desember kl. 17:15 verður aðventuguðsþjónusta í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Föstudaginn 11. desember kl. 11 verður aðventuguðsþjónusta í Hjúkrunarheimilinu Fellsenda
 • Sunnudaginn 13. desember kl. 11 verður sunnudagaskóli í Hjarðarholtskirkju
 • Sunnudaginn 13. desember kl. 20 verður aðventukvöld í Hjarðarholtskirkju
 • Fimmtudaginn 17. desember kl. 11 verður aðventuguðsþjónusta og minningarstund í Hjúkrunarheimilinu Fellsenda
 • Fimmtudaginn 17. desember kl. 14 verður aðventuguðsþjónusta og minningarstund í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Fimmtudaginn 17. desember kl. 15:30 verður fermingarfræðsla í Hjarðarholtskirkju
 • Sunnudaginn 20. desember kl. 11 verður sunnudagaskóli í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Aðfangadagur jóla, 24. desember, kl. 14 verður helgistund í Hjúkrunarheimilinu Fellsenda
 • Aðfangadagur jóla, 24. desember, kl. 18 verður aftansöngur í Hjarðarholtskirkju
 • Jóladag, 25. desember, kl. 17 verður hátíðarguðsþjónusta í Staðarfellskirkju
 • Jóladagskvöld, 25. desember, kl. 20 verður kertaguðsþjónusta í Snóksdalskirkju
 • Annar í jólum, 26. desember, kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta í Hvammskirkju
 • Þriðja í jólum, 27. desember, kl. 14 verður jólaguðsþjónusta í Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
 • Gamlársdagur, 31. desember, kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta í Stóra Vatnshornskirkju

Óskar Ingi Ingason, 28/11 2009

Séra Ásgeir Ingibergsson látinn

Séra Ásgeir Ingibersson, fyrrverandi sóknarprestur í Hvammsprestakalli, lést þann 18. nóvember síðastliðinn. Ásgeir lauk kandidatsprófi í guðfræði árið 1957. Hann vígðist til Hvamms í Dölum árið 1958 og starfaði þar sem sóknarprestur til ársins 1966. Þá var hann prestur Íslendinga á Keflavíkurflugvelli um tveggja ára skeið en fór síðan til Kanada og starfaði þar sem prestur frá 1968 – 1978 í lúthersku kirkjunni. Hann var yfirbókavörður við Augstana University College í Camrose í Alberta frá 1978 – 1993. Fyrri eiginkona hans var Janet Smiley. Hún lést árið 1989. Eftirlifandi eiginkona er Akiko Hayami.

Hann var jarðsunginn laugardaginn 21. nóvember 2009 í Kanada

Frétt á kirkjan.is

Minningarsíða um séra Ásgeir.

Dánartilkynning frá Kanada.

Þar segir:

INGIBERGSSON, Asgeir On Wednesday, November 18th, 2009, Asgeir Ingibergsson died peacefully at the age of 81, following a stroke. He will be grievously missed by his wife, Aki; his children, David, Ragnar (Kelly), Elisabet, Margret (Bruce), their children, and his family in Iceland. A Funeral Service will be held on Saturday, November 21st, 2009 at 10:00 a.m. at Glenwood Funeral Home, south of Wye Road on Range Road 232 in Sherwood Park, Alberta. The family wishes to thank Dr. Power and the staff at the University Hospital for the care they provided. In lieu of flowers, donations to the Heart and Stroke Foundation of Alberta, or to the University Hospital Foundation would be appreciated. GLENWOOD (780) 467-3337 Funeral Home, Cemetery, Cremation Ctr. Serving Edmonton – Sherwood Park & Area

Óskar Ingi Ingason, 26/11 2009

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Miðvikudagur

Kl. 11-12 viðtalstími.
Kl. 14 helgistund eða heimsókn á Silfurtúni einn dag í mánuði.
Kl. 16:30 kyrrðarstundir á föstu og aðventu á Silfurtúni.

Dagskrá ...