Dalaprestakall

 

Aðventa 2018

Aðventukvöld – Hjarðarholtskirkju

Á fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember, kveikjum við á fyrsta ljósinu á aðventukransinum á aðventukvöldi í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00. – Kirkjukór Dalaprestakalls ásamt Kristey og Emblu syngja jólasálma undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar. Einnig syngja þær Soffía Meldal, Helga Rún Hilmarsdóttir  og stúlkur úr Auðarskóla nokkur jólalög. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bera ljósið um kirkjuna þegar sungið er Heims um ból. – Jóhanna Leopoldsdóttir flytur hugvekju. – Sérstakur gestur er Helga Möller, söngkona, sem kemur okkur í hátíðarskap.

 

Aðventukvöld í Staðarfellskirkju

Fimmtudaginn 6. desember, kl. 20:00, er aðventukvöld  í Staðarfellskirkju – Þorrakórinn ásamt kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra og  bera ljósið um kirkjuna. Eftir afhöfnina er kirkjugestum boðið upp á veitingar. -Allir velkomnir.

Eigum hátíðlega samveru á aðventunni.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 30/11 2018 kl. 10.39

     

    Dalaprestakall, Sunnubraut 25, 370 Búðardal. Sími 4341139 · Kerfi RSS