Dalaprestakall

 

Sumarmessa í Dagverðarneskirkju 2018

Sunnudaginn 12. ágúst verður hin árlega sumarmessa í Dagverðarneskirkju og hefst hún  kl. 14:00. – Halldór Þorgils Þórðarson mætir með harmonikkuna og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt Melkorku Benediktsdóttur og Sigrún Halldórsdóttur leikur með á klarinett.

Finnum hvíld og gleði í samfélagi við Guð og  hvert annað í þeirri fallegu náttúru sem Dagverðarnes hefur upp á að bjóða.

Eftir athöfnina er kirkjugestum boðið í kaffi á Ormsstöðum hjá Selmu.

 

Verið velkomin.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 4/8 2018 kl. 10.23

     

    Dalaprestakall, Sunnubraut 25, 370 Búðardal. Sími 4341139 · Kerfi RSS