Dalaprestakall

 

Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis Glaðs

Á næstkomandi sunnudag, 19. agúst, kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári.

Athöfnin verður sniðin að tilefni dagsins með hressilegu yfirbragði. – Halldór Þorgils Þórðarson leiðir söng ásamt Kirkjukór Dalaprestakalls. Gissur Páll Gissurarson, stórtenor, syngur einsöng.

Hestamenn koma ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu gegnum Búðardal í fánareið.  Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta í té hólf undir hrossin á meðan á athöfninni stendur.

Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.

 

Allir hjartanlega velkomnir, hestamenn sem og aðrir.

 

 

Sóknarprestur.

 

Anna Eiríksdóttir, 14/8 2018 kl. 18.36

     

    Dalaprestakall, Sunnubraut 25, 370 Búðardal. Sími 4341139 · Kerfi RSS