Dalaprestakall

 

Helgihald í Dalaprestakalli um dymbilviku og páska 2019

Laugardagur fyrir pálmasunnudag;

Hvammskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Pálmasunnudagur;

Snóksdalskirkja – Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

 

Skírdagur;

Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Páskadagur ;

Kvennabrekkukirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 

Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 12/4 2019

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2018

24. desember – Aðfangadagur jóla

Kl. 14:00 – Helgistund á Fellsenda

Kl. 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

 

26. desember – Annar dagur jóla


kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju

kl.20:00 -   Kertamessa í Hvammskirkju

 

28. desember – milli jóla og nýárs

kl.14:00 –  Helgistund á Silfurtúni

Kl. 20:00 – Kertamessa í Kvennabrekkukirkju

 

30. desember – Síðasti sunnudagur ársins 2018

kl. 14:00 –  Hátíðarguðsþjónusta í Snóksdalskirkju

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Með ósk um gleðileg jól .

Sóknarprestur

 

Anna Eiríksdóttir, 18/12 2018

Aðventa 2018

Aðventukvöld – Hjarðarholtskirkju

Á fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember, kveikjum við á fyrsta ljósinu á aðventukransinum á aðventukvöldi í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00. – Kirkjukór Dalaprestakalls ásamt Kristey og Emblu syngja jólasálma undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar. Einnig syngja þær Soffía Meldal, Helga Rún Hilmarsdóttir  og stúlkur úr Auðarskóla nokkur jólalög. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bera ljósið um kirkjuna þegar sungið er Heims um ból. – Jóhanna Leopoldsdóttir flytur hugvekju. – Sérstakur gestur er Helga Möller, söngkona, sem kemur okkur í hátíðarskap.

 

Aðventukvöld í Staðarfellskirkju

Fimmtudaginn 6. desember, kl. 20:00, er aðventukvöld  í Staðarfellskirkju – Þorrakórinn ásamt kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra og  bera ljósið um kirkjuna. Eftir afhöfnina er kirkjugestum boðið upp á veitingar. -Allir velkomnir.

Eigum hátíðlega samveru á aðventunni.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 30/11 2018

Tónleikar í Hjarðarholtskirkju

Anna Eiríksdóttir, 9/10 2018

Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis Glaðs

Á næstkomandi sunnudag, 19. agúst, kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári.

Athöfnin verður sniðin að tilefni dagsins með hressilegu yfirbragði. – Halldór Þorgils Þórðarson leiðir söng ásamt Kirkjukór Dalaprestakalls. Gissur Páll Gissurarson, stórtenor, syngur einsöng.

Hestamenn koma ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu gegnum Búðardal í fánareið.  Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta í té hólf undir hrossin á meðan á athöfninni stendur.

Að messu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.

 

Allir hjartanlega velkomnir, hestamenn sem og aðrir.

 

 

Sóknarprestur.

 

Anna Eiríksdóttir, 14/8 2018

Sumarmessa í Dagverðarneskirkju 2018

Sunnudaginn 12. ágúst verður hin árlega sumarmessa í Dagverðarneskirkju og hefst hún  kl. 14:00. – Halldór Þorgils Þórðarson mætir með harmonikkuna og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt Melkorku Benediktsdóttur og Sigrún Halldórsdóttur leikur með á klarinett.

Finnum hvíld og gleði í samfélagi við Guð og  hvert annað í þeirri fallegu náttúru sem Dagverðarnes hefur upp á að bjóða.

Eftir athöfnina er kirkjugestum boðið í kaffi á Ormsstöðum hjá Selmu.

 

Verið velkomin.

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 4/8 2018

Sumarleyfi sóknarprests 2018

Sumarleyfi sóknarprests er frá 20.júní- 11.júlí, að báðum dögum meðtöldum. – Afleysingar þennan tíma annast:

Sr. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvík  (20.júní-8. júlí)
Símar; 844-5858 (gsm) – 434-6920 (heima)

Sr.Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur Stykkishólmi (9.-11. júlí)
Símar: 438-1560 (kirkjan) 438-1632 (h) 865-9945 (gsm)

 
Sóknarprestur.

 

Anna Eiríksdóttir, 20/6 2018

Hvítasunnudagur 2018 – fermingarmessa í Hjarðarholtskirkju

Ferming í Hjarðarholtskirkju hvítasunnudag, 20. maí,  kl. 11:00. – Fermingarbarn: Sölvi Meldal Kristjánsson.

 

Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng. Soffía Meldal Kristjánsdóttir syngur við undirleik Kristjáns Arnarssonar.

 

 

 

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 19/5 2018

Athafnir í dymbilviku og um páska 2018

Pálmasunnudagur – 25. apríl 
Fjölskylduguðsþjónustua í Hjarðarholtskirkja, kl. 11:00
Helgistund með  fermingar- og sunnudagaskólabörnum.

Skírdagur – 29. mars
Fermingarmessa; 
Kvennabrekkukirkja, 13:00
Fermingarbarn: Atli Hjaltson

Lagugardagur fyrir páska – 31. mars
Fermingarmess
a; Staðarfellskirkja, kl. 11:00
Fermingarbarn; Daníel Rúnar Ármannsson

Páskadagur – 1. apríl
Fermingarmessa – Snóksdalskirkja, kl. 12:00
Fermingarbarn: Hafdís Inga Ásgeirsdóttir

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson – Félagar úr kirkjukór Dalaprestakalls leiða söng.

Verið velkomin.

Sóknarprestur

Anna Eiríksdóttir, 20/3 2018

Fermingar um páska og vor 2018

Skírdagur/ 29. Mars
Kvennabrekkukirkja , kl. 13
Fermingarbarn; Atli Hjaltason

Laugardagur f. páska /31. mars
Staðarfellskirkja, kl. 11:00
Fermingarbarn; Daníel Rúnar Ármannsson

Páskadatur / 1. apríl
Snóksdalskirkja, kl. 12:00
Fermingarbarn;  Hafdís Inga Ásgeirsdóttir

Sunnudagurinn 15. apríl
Kvennabrekkukirkja, kl. 11:00
Fermingarbarn: Stefán Ingi Þorsteinsson

Sumardagurinn fyrsti / 19. apríl
Kvennabrekkukirkja kl. 11:00
Fermingarbarn; Hómfríður Tanja Steingrímsdóttir

Laugardagur / 28. maí
Kvennabrekkukirkja kl. 13:30
Fermingarbarn: Sæbjörn Helgi Magnússon

Hvítasunnudagur  / 20. maí
Hjarðarholtskirkja kl. 11:00
Fermingarbarn: Sölvi Meldal Kristjánsson

Sóknarprestur.

Anna Eiríksdóttir, 20/3 2018

Sóknarprestur: séra Anna Eiríksdóttir.
Viðtalstímar: þriðju- til fimmtudaga kl. 11-12 á skrifstofu sóknarprests, Sunnubraut 25.
Netfang: anna.eiriksdottir@kirkjan.is
Sími: 434-1139. GSM: 897-4724.

Vesturlandsprófastsdæmi

Forsíðumyndin er af Krosshólaborg. Á borgirnar setti Auður djúpúðga krossa og bað bæna sinna, en hún er fyrsta landnámskonan og var kristin.


Hjálparstarf

Barnatrú.is

Vefur Dalabyggðar

Kirkjualmanak

Mánudagur

Kl. 20 kóræfing í Tónlistaskólanum.

Dagskrá ...