Breiðholtskirkja

 

Kyrrðarstund í hádeginu

Alla miðvikudaga er kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni.  Stundin hefst á orgelleik, síðan er ritningarlestur, hugleiðing, máltíð Drottins og fyrirbæn.  Prestar kirkjunnar taka á móti bænarefnum í síma 587 1500.  Að lokinni kyrrðarstund er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarsal kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 9/6 2008

Síðasta bænaguðsþjónustan

Í dag verður síðasta bænaguðsþjónustan á þriðjudögum í Breiðholtskirkju.  Lengi vel voru bænaguðsþjónusturnar á þriðjudögum kl. 18 en færðust síðan fram um hálftíma, en þessar guðsþjónustur hafa verið í Breiðholtskirkju allt frá því kirkjan var vígð árið 1988 eða í tuttugu ár.  Á þeim tíma hefur verið beðið fyrir fjölmörgum í þessum guðsþjónustum og margir sem komið hafa og tekið þátt, þó að fámennt hafi verið í bænaguðsþjónustunum að undan förnu.  Næsta haust verða ákveðnar breytingar á helgihaldi kirkjunnar með tilkomu messuhópanna. 

Kyrrðarstundirnar verða áfram á sínum stað á miðvikudögum kl. 12, þar er einnig fyrirbænaþjónusta.

Bryndís Malla Elídóttir, 3/6 2008

Kynningarfundir fyrir messuhópa

Á komandi hausti verður stefnt að því að svokallaðir messuhópar undirbúi og taki þátt í sunnudagsmessum safnaðarins.   Þetta hefur verið reynt í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og alls staðar gefið góða raun.   Kynningarfundir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar verða haldnir í safnaðarsal Breiðholtskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 17:15 og 18:15 og fimmtudaginn 29. maí kl. 17:15 og 18:15.  Um er að ræða hálftíma kynningu og er að sjálfsögðu nóg að mæta á einn af þessum kynningarfundum.  Þar verður hægt að fá allar nánari upplýsingar og einnig verður hægt að skrá sig í messu- og/eða veitingahópa.   

Bryndís Malla Elídóttir, 27/5 2008

Endurbættur vefur Breiðholtskirkju

Endurbættur vefur Breiðholtskirkju hefur nú verið settur upp.

Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 26/5 2008

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Föstudagur

Kl. 11-12 viðtalstími presta

Dagskrá ...