Breiðholtskirkja

 

Fjölskylduguðsþjónusta og Tómasarmessa

Sunnudaginn 26.  október verður fjörug og skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11.  Söngurinn verður þar í fyrirrúmi og mun eldri barnakór kirkjunnar syngja nokkur lög.  Brúðurnar koma í heimsókn og allir krakkar fá límmiða í bókina sína.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffisopa, djús og kex í safnaðarheimilinu.

Tómasarmessa verður næstkomandi sunnudag kl. 20.   Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni.  Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér.  Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Bryndís Malla Elídóttir, 22/10 2008

Biðjandi kirkja

Alla miðvikudaga eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12.  Stundirnar eru tilvalið tækifæri til þess að eiga stund í önnum og amstri dagsins, hlýða á Guðs orð og eiga samfélag í bæn, beiðni og þakkargjörð.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.   Prestar kirkjunnar taka á móti bænarefnum í síma 587 1500. 

Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11 og 12 eða eftir nánara samkomulagi.

Bryndís Malla Elídóttir, 14/10 2008

Það er gott að hjálpa til.

Halló kæru vinkonur og vinir.

Vonandi gengur ykkur vel að vinna gott verk heima, heimsækja ömmu og afa, hjálpa mömmu og pabba, týna upp rusl í garðinum eða hvað eina sem ykkur dettur í hug. Hittumst hress á morgun (miðvikudag) og tökum með okkur hjörtun góðu. Endilega kíkið á myndirnar frá síðasta fundi Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 14/10 2008

Sunnudagurinn 12. október

Messa kl. 11 prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar.  Textar næst komandi sunnudags fjalla um það að Guði er annt um líf okkar, heimili og samfélag.  Guð hefur einnig heitið því í orði sínu að styðja okkur í öllu okkar lífi og starfi. 

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 og spennandi að sjá hvað komi nú upp úr fjársjóðskistunni.  Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína, Linda, Karen og Jóhann.

Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið upp á súpu, brauð og spjall í safnaðarheimilinu.

Bryndís Malla Elídóttir, 9/10 2008

Hátíð í bæ

Það var sannarlega góður dagur hjá okkur á hausthátíð kirkjunnar. Stundin hófst inni í kirkjunni þar sem kveikt var á kertum og yngri barnakórinn söng fyrir okkur. Séra Malla fjallaði um hversu mikil blessun væri að fá haustrigninguna. Eftir það var við hæfi að halda út í haustið og halda þar hátíðinni áfram.

Í garðinum okkar var búið að setja upp skemmtilegar þrautir og leiki. Og ekki má gleyma rjúkandi pylsunum af grillinu, sem voru býsna bragðgóðar. Lesa áfram …

Nína Björg Vilhelmsdóttir, 8/10 2008

Kyrrðar- og bænastund

Alla miðvikudaga er kyrrðar- og bænastund kl. 12 í kirkjunni.  Beðið er nú í þessari viku sérstaklega fyrir þeim aðstæðum sem eru í þjóðfélaginu og þeim mörgu sem þjást af kvíða og áhyggjum.  Einnig er hægt að koma bænarefnum á framfæri við presta kirkjunnar.   Í kyrrðarstundinni sameinast margir í bæn og styrkjast í trú, von og kærleika.  Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegismat í safnaðarheimili kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 7/10 2008

Sunnudagaskóli og messa

Sunnudaginn 5. október verður messa og sunnudagaskóli kl.11.  Prestur er sr. Gísli Jónasson og organisti  Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.   Í messunni mun fyrsti messuhópurinn taka virkan þátt en það starf er nú að hefjast í Breiðholtskirkju.  Að lokinni messu verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.  Í sunnudagaskólanum verður fjársjóðskistan dregin fram og skoðað hvað leynist í henni að þessu sinni.  Umsjón með barnastarfinu hafa Nína Björg, Karen Ósk, Linda Rós og Jóhann. Börn á öllum aldri eru velkomin í sunnudagaskólann.

Bryndís Malla Elídóttir, 3/10 2008

Fyrsta Tómasarmessa vetrarins

Tómasarmessur hafa verið haldnar í Breiðholtskirkju síðustu ellefu ár við miklar vinsældir.  Tómasarmessurnar bera nafn þess postula sem átti erfiðast með að trúa upprisu Jesú Krists nema hann fengi sjálfur að þreifa á sárum hans.  Messurnar eru hugsaðar fyrir alla þá sem kunna að vera í sömu sporum og Tómas og vilja skynja í máltíð Drottins eða fyrirbæn nærveru Guðs.  Stór hópur fólks kemur að undirbúningu og þjónustu fyrir hverja messu.  Þorvaldur Halldórsson stjórnar tónlistinni og syngur ásamt sönghóp en tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum.  Tómasarmessurnar eru síðasta sunnudag hvers mánaðar og hefjast í kirkjunni kl. 20 

Bryndís Malla Elídóttir, 24/9 2008

Hausthátíð kirkjunnar

Sunnudaginn 28. september verður haustinu fagnað í Breiðholtskirkju með hátíð í og við kirkjuna kl. 11.  Eftir fjölskyldustund í kirkjunni verður boðið upp á leiki og þrautir utan dyra, haustkórónugerð og parísarþrautir, grillaðar pulsur og ýmislegt fleira.  Haustinu fylgir ekki bara rok og rigning heldur svo margt annað sem gott er að gleðjast yfir og taka fagnandi á móti á hausthátíð kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 24/9 2008

Biblíulestrarnir að hefjast

Biblíulestrar í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar hefjast í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudagskvöldið 25. september kl. 20.   Þetta haustið verður fjallað um Guðsríkisboðun Jesú og hvernig sá boðskapur túlkar samband veraldlegs og andlegs valds, Guðs og Mammóns. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 22/9 2008

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

 

Breðholtskirkja, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Sími 587 1500 , fax 5870185 · Kerfi RSS