Breiðholtskirkja

 

Hausthátíð kirkjunnar

Sunnudaginn 28. september verður haustinu fagnað í Breiðholtskirkju með hátíð í og við kirkjuna kl. 11.  Eftir fjölskyldustund í kirkjunni verður boðið upp á leiki og þrautir utan dyra, haustkórónugerð og parísarþrautir, grillaðar pulsur og ýmislegt fleira.  Haustinu fylgir ekki bara rok og rigning heldur svo margt annað sem gott er að gleðjast yfir og taka fagnandi á móti á hausthátíð kirkjunnar.

Bryndís Malla Elídóttir, 24/9 2008

Biblíulestrarnir að hefjast

Biblíulestrar í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar hefjast í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudagskvöldið 25. september kl. 20.   Þetta haustið verður fjallað um Guðsríkisboðun Jesú og hvernig sá boðskapur túlkar samband veraldlegs og andlegs valds, Guðs og Mammóns. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 22/9 2008

Sunnudagaskóli og messa

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 næst komandi sunnudag 21. september.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu. 

Sunnudagaskólinn býður upp á fjöruga og uppbyggilega samveru í safnaðarheimilinu.  Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 18/9 2008

Vel heppnuð samvera eldri borgara

Í gær var fyrsta samvera eldri borgara í Breiðholtskirkju eftir sumarleyfi.  Í tilefni af “Breiðholtsdögum” sá Kvennfélag Breiðholts um dagskrá fundarins.  Birna G. Bjarnleifsdóttir sagði frá gamla Breiðholtsbænum og sýndi ýmsar myndir og höfðu viðstaddir mikla ánægju af erindi hennar.  Kvennfélagið bauð síðan upp á kaffihlaðborð eins og þeim einum er lagið.   Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 18/9 2008

Guðsþjónusta 14. september

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 14. september.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, flauturleikari Tristan Cardew.  Kór Breiðholtskirkju syngur.  Ath.  guðsþjónustunni verður útvarpað á rás 1 og prédikunin birt á tru.is.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á léttar veitingar, súpu og brauð, í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu þar sem fjársjóðsleitin heldur áfram.

Bryndís Malla Elídóttir, 12/9 2008

Kirkjuprakkara og TTT að byrja

Kirkjuprakkarar er starf fyrir alla krakka á aldrinum 7-9 ára.  Samverurnar eru á miðvikudögum kl. 16 og er dagskrá þeirra fjölbreytt og skemmtileg.  Boðið er upp á fylgd frá Bakkaseli fyrir þau börn sem eru þar.

TTT er fyrir tíu til tólf ára krakka og fyrsta samvera þeirra er á fimmtudaginn 11. september kl. 17.

Bryndís Malla Elídóttir, 10/9 2008

Nýtt í Breiðholtskirkju – messuhópar

Nú er verið að vinna að undirbúningi messuhópa í kirkjunni.  Þetta er starf sem hefur gefið góða raun í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu og byggist á því að þátttakendur undirbúa messu sunnudagsins í sameiningu og taki þátt í henni eftir því sem hver og einn kýs.  Skuldbindingin er ekki mikil eða þátttaka í tveimur messum fyrir áramót.  Ef þú hefur áhuga á gefandi og skemmtilegu kirkjustarfi þar sem þú getur strax haft áhrif á þjónustu kirkjunnar þá er messuhópur góður kostur.  Prestar kirkjunnar gefa allar nánari upplýsingar og einnig má senda póst á  srgisli@kirkjan.is

Bryndís Malla Elídóttir, 9/9 2008

Messa 7. september

Sunnudaginn 7. september verður kynningarmessa kl. 11 fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra.  Þá verða fermingarbörnin boðin velkomin til þátttöku í fermingarfræðslunni sem bæði fer fram í fræðslustundunum á virkum dögum og með þátttöku í helgihaldi safnaðarins.  Eftir messuna verður stuttur fundur í safnaðarheimilinu þar sem kynnt verður nánar fyrirkomulag fræðslunnar í vetur.

Sunnudagaskólinn er byrjaður og er alla sunnudaga kl. 11. Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 4/9 2008

Sunnudagaskólinn að hefjast

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður næstkomandi sunnudag 31. ágúst kl. 11.  Þá fá öll börn afhenta fallega kirkjubók sem heitir Fjársjóðsbókin.   Í bókinni eru sögur af Mýslu og Músapésa sem munu taka mikinn þátt í sunnudagaskólanum í vetur.   En sjón er sögu ríkari og því hvetjum við öll börn til að koma í kirkjuna og kynnast starfinu af eigin raun.

Sunnudagaskólinn er samhliða messunni og eru allir saman í upphafi hennar en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili og eiga sína stund þar.   Lesa áfram …

Bryndís Malla Elídóttir, 27/8 2008

Sunnudagurinn 24. ágúst

Messa næsta sunnudag 24. ágúst kl. 11.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, félagar úr kór kirkjunnar syngja.  Kaffisopi og hressing í safnaðarheimilinu að lokinni messu.  Guðspjallstexti dagsins er úr Lúkasarguðspjalli 17. kafla vers 11 til 19 og hefur yfirskriftina hvar eru hinir níu?

Bryndís Malla Elídóttir, 21/8 2008

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Sunnudagur

Kl. 11:00 messa
Kl. 11:00 sunnudagaskóli. Hefst með fjölskylduguðsþjónustu 2. sept 2018.
Kl. 14:00 Seekers, bænastundir og messa (messa þriðja sunnudag í mánuði)
Kl. 20:00 Tómasarmessa (síðasta sunnudag hvers mánaðar)

Dagskrá ...