Breiðholtskirkja

 

Ný vefsíða

Ný vefsíða Breiðholtskirkju hefur verið tekin í notkun á vefslóðinni www.breidholtskirkja.is.

Guðmundur Karl Einarsson, 7/5 2019

Safnaðarferð Breiðholtssóknar og Alþjóðlega safnaðarins sunnudaginn 5. maí 2019

Safnaðarferð Breiðholtssóknar og Alþjóðlega safnaðarins verður farin sunnudaginn 5. maí. Lagt verður af stað kl. 9. Skráning og upplýsingar í síma 5871500. Farinn verður gullni hringurinn.

magnus.bjornsson, 30/4 2019

Ferming kl. 11, aðalfundur Breiðholtssóknar kl. 12:30, sunnudaginn 12. maí 2019

Aðalfundur Breiðholtssóknar 2019 haldinn í safnaðarheimilinu þann 12.maí 2019,kl.12:30

Lesa áfram …

magnus.bjornsson, 30/4 2019

Fjölskylduguðsþjónusta, lok sunnudagaskóla kl. 11 – Tómasarmessa kl. 20

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Lok sunnudagaskólans á þessum vetri. Sönghópur 6-9 ára starfsins syngur undir stjórn Bjargar Pétursdóttur. Leikir og pylsur eftir stundina. Umsjón Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir.

Tómasarmessa kl. 20. Andinn – uppsperttulind er yfirskrift. Bára Friðriksdóttir prédikar. Kvennakór KFUK syngur undir stjórn Keith Reed. Þetta er síðasta Tómasarmessa vetrarins.

magnus.bjornsson, 24/4 2019

Helgihald í kyrruviku og páska: Skírdagur: tónleikar kl. 17, messa kl. 20; föstudagurinn langi kl. 11; páskadagur kl. 08 og ICB kl. 14

Helgihald í Breiðholtskirkju í kyrruviku og páskadag:

Skírdagur kl. 17. Ákall um frið. Tónleikar til stuðnings við fólk á flótta. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar flytur tvö ný áhrifarík tónverk. Aðgangur ókeypis.

Skírdagur kl. 20. Minning síðustu kvöldmáltíðar Krists. Prestur sr. Magnús Björn Björnss0n. Organisti Örn Magnússon. Forsöngvari Marta Halldórsdóttir

Föstudagurinn langi kl. 11. Föstuguðsþjónusta. Píslarsagan lesin. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

Páskadagur kl. 08. Páskamessa. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Morgunkaffi í safnaðarsal. Kirkjugestir hvattir til að koma með meðlæti á borðið.

Páskadagur kl. 14. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti Örn Magnússon.

magnus.bjornsson, 12/4 2019

Sunnudagaskóli kl. 11 og fermingarmessa kl. 13:30, ICB kl. 16 sunnudaginn 14.apríl pálmasunnudag

Sunnudagaskólinn kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur.

Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar.

Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 16. Prestur sr. Toshiki Toma.

 

magnus.bjornsson, 2/4 2019

Fjölskylduguðsþjónusta og Tómasarmessa sunnudaginn 31. okt. 2019

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson, Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir sjá um guðsþjónustuna.

Tómasarmessa kl. 20. Bænir, fyrirbænir, lofgjörð og uppbyggjandi orð. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson prédikar. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Matthíasar Baldurssonar.

magnus.bjornsson, 26/3 2019

Sunnudagaskóli, messa og ICB sunnudaginn 24. mars 2019

Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Örn Magnússon. Kór Breiðholtksirkju syngur.

Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir stjórna.

Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju ICB kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma.

 

magnus.bjornsson, 20/3 2019

Lyftuvígsla og veisla eftir sunnudagaskóla og messu kl. 11. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14

Sunnudaginn 17. mars eftir sunnudagaskóla og messu kl. 11 verður blásið til þakkarhátíðar og hjólastólalyftan vígð. Sóknarnefnd, Hollvinafélag Breiðholtskirkju og starfsfólk er afar þakklátt öllum sem studdu söfnunina. Þeim er boðið að koma í kirkjukaffi og gleðjast með söfnuðinum. Í sunnudagaskólanum þjóna þær Steinunn Leifsdóttir og Steinunn Þorbergsdóttir. Prestur í messunni er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti og stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.

Kl. 14 verður Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju ICB með bæna- og lofgjörðarstund. Prestur sr. Toshiki Toma.

magnus.bjornsson, 14/3 2019

Sunnudagaskóli kl. 11, ICB kl. 12, Skaftfellingamessa kl. 14 og kaffisala sunnudaginn 10. mars

Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir stjórna.

Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju ICB kl. 12. Prestur sr. Toshiki Toma.

Skaftfellingamessa kl. 14. Prestar: sr. G. Stígur Reynisson, sóknarprestur á Höfn, prédikar. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, fyrrv. sóknarprestur og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, þjóna fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Kaffisala Söngfélags Skaftfellinga eftir messu.

magnus.bjornsson, 6/3 2019

Sóknarprestur er sr. Magnús Björn Björnsson s. 8919840.
Viðtalstímar þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12 eða eftir samkomulagi. Sími 587 1500.
Prestur innflytjenda: Sr. Toshiki Toma
Héraðsprestur: dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
Prófastur: sr. Gísli Jónasson
Framkvæmdastjóri Eldri borgararáðs: Þórey Dögg Jónsdóttir

Sunnudagur

Kl. 11:00 messa
Kl. 11:00 sunnudagaskóli. Hefst með fjölskylduguðsþjónustu 2. sept 2018.
Kl. 14:00 Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju, bænastundir og messa (messa þriðja sunnudag í mánuði)
Kl. 20:00 Tómasarmessa (síðasta sunnudag hvers mánaðar)

Dagskrá ...