Áskirkja

 

Orgel Áskirkju

Orgelpípur

 

Fyrsta orgelharmonium kirkjunnar (Lindholm) var minningargjöf um Þorbjörn Áskelsson, útgerðarmann frá Grenivík, f. 6.júlí 1904, d. 14. apríl 1963. Gefendur voru hjónin Guðríður Ingibjörg Einarsdóttir og Þórhallur Þorláksson. Var það hljóðfæri notað frá því kirkjubyggingin hófst. Við vígslu Áskirkju þriðja sunnudag í aðventu árið 1983 var orgelpositiv Ingólfs Guðbrandssonar fengið að láni.

Árið 1985 var keypt 4½ radda orgelpositiv, án fótspils frá Reinhart Tzsehöekel í Þýskalandi. Þáverandi nemandi Reinhards, Björgvin Tómasson smíðaði orgelið sem notað var þar til núverandi orgel var keypt.

Hinn 11. nóvember 1991 fór sendinefnd sem skipuð var þeim Kristjáni Sigtryggssyni,organista og kórstjóra Áskirkju, Arnmundi Jónassyni, gjaldkera sóknarnefndar og Herði Áskelssyni organista Hallgrímskirkju til Bagsværd í Danmörku til að skoða 11 radda orgel sem þar var í boði. Það var samróma álit þeirra að umrætt hljóðfæri hentaði ekki Áskirkju. Hinsvegar þótti þeim ástæða til að koma við á orgelverkstæði P. Bruhn og Søn í Årslev, Rødekro og ræða við eigendur og líta á orgel. Það verkstæði hafði árið 1986 eða 1987 gert tilboð í 17 eða 19 radda orgel fyrir Áskirkju. Niðurstaða heimsóknarinnar var sú að eftir heimkomu þremenninganna var ákveðið að hafa formlegt samband við umrætt verkstæði og óska eftir tilboði í 11 til 12 radda orgel með þeirri raddskipan sem Hörður Áskelsson hafði lagt til. Raddskipan átti þó eftir að breytast á framleiðslutímanum.

Uppsett hefur hljóðfærið 18. raddir sem skiptast í tvö hljómborð og fótspil. Nótnaborðið er handvirkt (mekaniskt), en raddstýringar eru rafstýrðar (elektroniskar) með þremur stillanlegum raddbreytum (combinationum). Orgelið var vígt af Jónasi Gíslasyni, vígslubiskup á 10 ára vígsluafmæli Áskirkju, þriðja sunnudag í aðventu, árið 1993.

Heimild: Kristján Sigtryggsson, organisti og söngstjóri.

 

Orgelstjórn

 

Save

Save

Save

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS