Áskirkja

 

Sunnudagurinn 28. október

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.  
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Ásdís P. Blöndal djákni og Magnús Ragnarsson organisti
sjá um fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 26/10 2012

Fimmtudagurinn 25. október

Krakkaklúbburinn kl. 15:00-17:00

Dagskrá: Síðdegishressing, gospel og föndur, einnig sjálfstyrking með Evu Björk.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 25/10 2012

Miðvikudagurinn 24. október

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni. Lifandi kyrrðartónlist leikin til kl. 12:10, síðan er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbænum.

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður í safnaðarheimili við vægu verði (kr. 500).

Kl. 13:00 Spil og spjall.

Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista.

Kl. 15:00 Síðdegiskaffi.

Kl. 15:30  Fermingarfræðslan.

Sigurður Jónsson, 24/10 2012

Sunnudagurinn 21. október – 20. sunnudagur eftir trínitatis

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna, sem annast samveru sunnudagaskólans. Rebbi og Mýsla bregða á leik. Fermingarbörn aðstoða. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 19/10 2012

Miðvikudagurinn 17. október

Opið hús

Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00. Magnús Ragnarsson organisti leikur kyrrðartónlist til kl. 12:10. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast helgistund, en hugvekju flytur Viðar Stefánsson guðfræðinemi. Léttur hádegisverður við vægu gjaldi (kr. 500) kl. 12:30. Síðan spil og spjall, og kl. 14:15 hefst söngstund í umsjá Magnúsar organista.

Sigurður Jónsson, 17/10 2012

Sunnudagurinn 14. október

Messa og barnastarf kl. 11:00
 Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guðfræðinema.
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðinemar sjá um samveru sunnudagaskólans. Fermingarbörnin aðstoða.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Þorgerður Ólafsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík, syngur einsöng.

Messuþjónahópar – Kynningarfundur eftir messu                                                  Kynningarfundur um starf messuþjónahópa verður haldinn í Áskirkju eftir messu sunnudaginn 14. október. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðinemi segja frá starfi leikmanna við helgihaldið, sem víða hefur gefist vel, aukið kirkjusókn og eflt liðsandann í kirkjustarfinu.
Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í slíku starfi í Áskirkju eru velkomnir og eindregið hvattir til að koma á fundinn, sem hefst að loknum kaffisopa eftir messu um kl. 12:30.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 11/10 2012

Fimmtudagurinn 11.október

Krakkaklúbburinn kl.15-17.00

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 10/10 2012

Miðvikudagurinn 10.október

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni. Lifandi kyrrðartónlist leikin til kl. 12:10,
síðan er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbænum.

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður í safnaðarheimili ásamt léttri dagskrá.

Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista.

Kl. 15:00 Síðdegiskaffi

Kl. 15:30  Fermingarfræðslan

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 10/10 2012

7.október fengu fermingarbörn 2013 afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju

Frá afhendingu Biblíunnar. Myndin er af hluta fermingarbarnahóps 2013

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 7/10 2012

Sunnudagurinn 7. október

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna sem leiðir samveru sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Kirkjukaffi eftir messu í boði fermingarbarnanna. Þar verða börnunum afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Organisti Magnús Ragnarsson, forsöngvari Elma Atladóttir.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 6/10 2012

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf (fjjölskylduguðþjónusta þriðja hvern sunnud.)
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í Ási, safnaðarheimili efri hæðar.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði í umsjón sóknarprests.

Dagskrá ...