Áskirkja

 

Miðvikudagurinn 21.nóvember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
kyrrðartónlist, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30 Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spil og spjall.
Kl. 14:15  Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15.00 Kaffi

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 20/11 2012

Sunnudagurinn 18. nóvember – 24. sunnudagur eftir trínitatis; næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 16/11 2012

Fimmtudagurinn 15.nóvember

Krakkaklúbburinn kl.15 -17.00

Á dagskrá er m.a. ratleikurinn vinsæli

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 14/11 2012

Miðvikudagurinn 14.nóvember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
kyrrðartónlist, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30 Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spil og spjall.
Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 13/11 2012

Sunnudagurinn 11. nóvember – Kristniboðsdagurinn

 

Handverksbasar Krakkaklúbbsins

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi P. Blöndal djákna, sem annast samveru sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson.

Köku- og nytjabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst strax að messu lokinni í safnaðarheimilinu, þar sem einnig verður kaffisala til styrktar félaginu.

Kristniboðsalmanakið 2013 mun einnig liggja frammi að messu lokinni. Því er dreift án endurgjalds, en þeir sem vilja styrkja starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, geta nýtt sér greiðsluseðil sem fylgir almanakinu.

Krakkaklúbburinn syngur gospel

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 9/11 2012

Miðvikudagurinn 7. nóvember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
kyrrðartónlist, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30 Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spil og spjall.
Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 6/11 2012

Köku- og nytjabasar Safnaðarfélags Áskirkju

Á sunnudaginn kemur, þann 11. nóvember, heldur Safnaðarfélag Áskirkju árlegan köku- og nytjabasar sinn í safnaðarheimili kirkjunnar. Basarinn hefst kl. 12:00 að lokinni messu, og verður þar að vanda margt í boði á góðu verði. Einnig verður hægt að kaupa sér kaffi og meðlæti til styrktar starfi Safnaðarfélagsins.

Sigurður Jónsson, 5/11 2012

Sunnudagurinn 4. nóvember

Messa og barnastarf í Áskirkju

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni annast samveru sunnudagaskólans. Viðar Stefánsson guðfræðinemi prédikar. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Guðsþjónusta á Skjóli

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Viðar Stefánsson guðfræðinemi prédikar. Magnús Ragnarsson leikur á píanó, forsöngvari er Þórunn Elín Pétursdóttir. Vandamenn og vinir heimilisfólks eru velkomnir.

Sigurður Jónsson, 3/11 2012

Fimmtudagurinn 1. nóvember

Krakkaklúbburinn kl. 15:00 – 17:00.

Á dagskrá er pizzubakstur, gospel, sögustund og föndur.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 31/10 2012

Miðvikudagurinn 31. október

Opið hús

Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00. Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgelið til kl. 12:10. Síðan helgistund með hugvekju og fyrirbæn í umsjá Ásdísar Pétursdóttur Blöndal djákna. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við vægu gjaldi (kr. 500) kl. 12:30. Gestur Opins húss í dag er séra Bernharður Guðmundsson. Kl. 14:15 hefst söngstund í umsjá Magnúsar organista.

Fermingarfræðslan fellur niður í dag vegna söfnunar fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem fram fór í gær.

Sigurður Jónsson, 31/10 2012

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara, í umsjón Þorgils Hlyns Þorbergssonar guðfræðings.
Kl.14:00 Samverustund Djákna á Norðurbrún 1, fyrsta og þriðja þriðudag í mánuði.
Kl. 14.00 Samverustund Djákna á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði í umsjón sóknarprests.
Kl. 20:00 Spilakvöld, valin kvöld, Safnaðarfélags Ásprestakalls í Dal, neðri hæð.
Upplýsingar hjá Láru 695-7755.
Kl. 19:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-Vocalist. (stjórnandi Sólveig s.694-3964)

Dagskrá ...