Áskirkja

 

Sunnudagurinn 26. maí 2013 – Þrenningarhátíð

Messa kl. 11:00.  Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur, Magnús Ragnarsson leikur á orgelið.

Sigurður Jónsson, 22/5 2013

19. maí 2013 – Hvítasunnudagur

Messa og ferming kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar. Organisti Magnús Ragnarsson. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Annan hvítasunnudag verður ekkert helgihald í Áskirkju.

Sigurður Jónsson, 15/5 2013

Sunnudagur 12. maí 2013 – Sjötti sunnudagur eftir páska

Útvarpsmessa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 10/5 2013

9. maí 2013 – Uppstigningardagur – Kirkjudagur aldraðra

Guðsþjónusta kl. 14.  Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.  Kirkjukaffi í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 6/5 2013

Sunnudagur 5. maí 2013 – Fimmti sunnudagur eftir páska: Guðsþjónusta og kirkjukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps

Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Átthagafélags Sléttuhrepps. Athugið breyttan messutíma að þessu sinni. Ræðumaður verður Stefán Þór Sigurðsson frá Skriðu á Látrum í Aðalvík. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kirkjukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps (gjald kr. 1.500) í safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 3/5 2013

Kór Áskirkju flytur enskar kórperlur í Laugarneskirkju 1. maí.

Kór Áskirkju heldur árlega vortónleika sína 1. maí næstkomandi. Tónleikarnir verða í Laugarneskirkju og bera yfirskriftina If ye love me. Á efnisskrá eru enskar kórperlur frá ýmsum tímum, bæði veraldlegar og kirkjulegar, eftir nokkur af helstu tónskáldum Breta m.a. Vaughan-Williams, William Byrd, Benjamin Britten, John Dowland, ThomasTallis og Edward Elgar. Nokkur verkanna eru tónlistarunnendum að góðu kunn en önnur heyrast sjaldan flutt  á tónleikum hér á landi. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Sem fyrr segir verða tónleikarnir í Laugarneskirkju og hefjast kl. 20.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Magnús Ragnarsson, 30/4 2013

Sunnudagurinn 28. apríl – Fjórði sunnudagur eftir páska

Barðstrendingaguðsþjónusta kl. 14:00. Athugið breyttan messutíma að þessu sinni. Félagar úr Barðstrendingafélaginu í Reykjavík taka þátt. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Barðstrendingakaffi verður að guðsþjónustu lokinni í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Sigurður Jónsson, 25/4 2013

Sumardagurinn fyrsti – fimmtudaginn 25. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Fjölbreytt dagskrá í umsjá sr. Sigurðar, Ásdísar djákna og Magnúsar organista.

Kirkjugestum boðið upp á grillaðar pylsur eftir guðsþjónustuna.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 23/4 2013

Sunnudagur 21. apríl 2013 – Þriðji sunnudagur eftir páska:

Messa og barnastarf kl. 11.  Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Elínu Höllu Baldursdóttur djáknanema. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni annast samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.
Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2013 verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar strax að messu lokinni. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning hluta sóknarnefndar og önnur mál.

Sigurður Jónsson, 15/4 2013

Sunnudagurinn 14. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Viðar Stefánsson guðfræðinemi,
Halla Elín Baldursdóttir djáknanemi og Magnús Ragnarsson organisti
sjá um fjölbreytta dagskrá.

Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar. Organisti Magnús Ragnarsson. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 12/4 2013

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf (fjjölskylduguðþjónusta þriðja hvern sunnud.)
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í Ási, safnaðarheimili efri hæðar.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði fyrsta sunnudag í mánuði í umsjón sóknarprests.

Dagskrá ...