Áskirkja

 

Föstudagurinn 9. ágúst 2013 – Sönghópurinn OLGA heldur tónleika í Áskirkju

Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble heldur tónleika í Áskirkju föstudagskvöldið 9. ágúst kl. 20:00. Almennur aðgangseyrir er kr. 1.500, en kr. 1.000 fyrir skólanema, öryrkja og eldri borgara. Börn yngri en 6 ára fá frítt inn, svo og konur á öllum aldri sem bera nafnið  Olga!

Sönghópinn skipa Bjarni Guðmundsson 1. tenór, Haraldur Sveinn Eyjólfsson 2. tenór, Gulian van Nierop bariton, Pétur Oddbergur Heimisson 1. bassi og Philip Barkhudarov 2. bassi.

Tóndæmi getur að sjá og heyra hér: https://www.facebook.com/olgavocalensemble?hc_location=timeline

Sigurður Jónsson, 7/8 2013

Sumarlokun Áskirkju

Áskirkja í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks og sóknarprests frá 8. júlí til 19. ágúst, og fellur helgihald niður í kirkjunni þann tíma, að undan skildum sunnudeginum 11. ágúst þegar messað verður kl. 11 í tengslum við heimsókn góðra gesta úr vinasöfnuði Áskirkju í Gaulum í Noregi.  Afleysingaþjónustu um sumarleyfistímann annast séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli. Sími hans er 820 8865 og netfang srbjarni@ismennt.is.

Sigurður Jónsson, 8/7 2013

Sunnudagurinn 7. júlí 2013 – 6. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. – Sumarferð í Dali vestur og guðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju.

Hin árlega sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 7. júlí, og verður því ekki messað í Áskirkju þann dag.  Lagt verður af stað kl. 10 frá Áskirkju, ekið að Bifröst í Borgarfirði og snæddur hádegisverður.  Þaðan verður haldið áfram vestur í Dali og hefst guðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju kl. 14.  Sr. Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Búðardal þjónar fyrir altari og sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar.  Magnús Ragnarsson organisti Áskirkju leikur á orgelið við almennan söng, og Þorgils Hlynur Þorbergsson syngur einsöng.  Kaffi eftir guðsþjónustu í Leifsbúð í Búðardal.  Áætluð heimkoma til Reykjavíkur á sjöunda tímanum.

Sigurður Jónsson, 5/7 2013

Sunnudagurinn 30. júní 2013 – 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11.  Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur guðfræðingi.  Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.  Molasopi að messu lokinni.

Munið skráninguna í sumarferð Safnaðarfélagsins sunnudaginn 7. júlí.  -  Sjá nánari lýsingu í tilkynningu hér að neðan.

Sigurður Jónsson, 28/6 2013

Sunnudagurinn 23. júní 2013 – 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Ægir Frímann Sigurgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 19/6 2013

Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2013

Sameiginleg útiguðsþjónusta safnaðanna þriggja í Laugardalnum; Áskirkju, Langholtskirkju og Laugarneskirkju, verður haldin kl. 11:00 á íhugunarbrautinni í Rósagarðinum í Laugardal.  Séra Bjarni Karlsson prédikar og séra Sigurður Jónsson og séra Guðbjörg Jóhannesdóttir þjóna við athöfnina.  Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar.  Næg bílastæði hjá Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK við Holtaveg, og gott aðgengi þaðan eftir göngustíg meðfram grenitrjánum til vesturs inn í Rósagarðinn.  Einnig er auðveld aðkoma frá miðjum Sunnuvegi um heimreiðina að gróðrarstöðinni í Laugardal, og þaðan inn til vinstri í Rósagarðinn.

Sigurður Jónsson, 16/6 2013

Sunnudagurinn 9. júní 2013 – 2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11:00.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur guðfræðingi.  Kór Áskirkju syngur, organisti Sigrún Steingrímsdóttir.  Molasopi á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 7/6 2013

Miðvikudagur 5. júní kl. 20.00

 

Kór Áskirkju heldur stofutónleika í safnaðarheimili kirkjunnar.
Kórfélagar flytja rammíslensk kórlög í bland við einsöng, dúetta, kvartetta og fjöldasöng.
Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Kaffisopi, vöfflur með sultu og rjóma og fleira bakkelsi.

Aðgangseyrir aðeins 1.500 kr.
Kaffi og kruðerí er innifalið í miðaverði.

Magnús Ragnarsson, 3/6 2013

Sunnudagurinn 2. júní 2013 – Sjómannadagurinn

Messa kl. 11. Viðar Stefánsson guðfræðinemi prédikar og aðstoðar við altarisþjónustu sem sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 31/5 2013

Laugardagur 1. júní 2013 – Gospelkvöld kl. 19:30

Gospel-kórarnir Corallerne & UpRising frá Danmörku syngja.  Aðgangur ókeypis.  Að samverunni lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls léttar kaffiveitingar í safnaðarheimilinu til styrktar safnaðarstarfi Áskirkju.  Verð kr. 1.000.

Sigurður Jónsson, 29/5 2013

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

 

Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS