Áskirkja

 

3. sunnudagur eftir páska, 12. maí 2019:

Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt. Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson, ættaður frá Sæbóli í Aðalvík. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffisala Átthagafélagsins verður í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Verð kr. 1.500 á mann. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma að þessu sinni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 8/5 2019

2. sunnudagur eftir páska, 5. maí 2019:

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Hressing í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 1/5 2019

Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl 2019:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.  Lokasamvera barnastarfsins í vetur.  Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjóna.  Brúðuleikhúsið á sínum stað, bænir, söngvar, sögur og myndir.  Heitt í kolunum á grillinu að guðsþjónustu lokinni og pylsur í boði ásamt safa og kaffisopa.

Gleðilegt sumar!

Sigurður Jónsson, 23/4 2019

Helgihald í dymbilviku og páskaviku 2019:

Pálmasunnudagur, 14. apríl:        

Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi.

Messa og ferming kl. 14. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Skírdagur, 18. apríl:   

Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 20. Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur Laugarnesprestakalls prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. 

Föstudagurinn langi, 19. apríl:

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Áskirkju kl. 11. Séra Sigurður Jónsson og séra Hjalti Jón Sverrisson þjóna. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista.

Páskadagur, 21. apríl:         

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Páskamorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða verður kl. 11 á páskadag í skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal í umsjá presta, djákna og leiðtoga barnastarfs kirknanna. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.

Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl:  

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Lokasamvera barnastarfsins í vetur. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjóna. Brúðuleikhúsið á sínum stað, bænir, söngvar, sögur og myndir. Heitt í kolunum á grillinu að guðsþjónustu lokinni og pylsur í boði ásamt safa og kaffisopa.

Gleðilega páska! Gleðilegt sumar!

Sigurður Jónsson, 10/4 2019

5. sunnudagur í föstu, 7. apríl 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn undir stjórn Kára Allanssonar, sem einnig leikur á orgelið. Kaffisopi og safatár eftir messu.

Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.

Sigurður Jónsson, 26/3 2019

Miðfasta, 31. mars 2019:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11:00. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.

Sigurður Jónsson, 26/3 2019

3. sunnudagur í föstu, 24. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.
Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.

Sigurður Jónsson, 20/3 2019

2. sunnudagur í föstu, 17. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt Benjamín Hrafni Böðvarssyni guðfræðinema. Félagar úr Hljómfélaginu leiða sönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 13/3 2019

1. sunnudagur í föstu, 10. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristny Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans og séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Safnaðarfélag Áskirkju selur kaffi og vöfflur með rjóma í Ási eftir messu. Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju á þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar i senn. Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15.

Sigurður Jónsson, 6/3 2019

Sunnudagur í föstunngang – æskulýðsdagurinn, 3. mars 2019:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kristný Rós og Benjamín Hrafn annast stundina. Fermingarbörnin taka þátt og bjóða í kirkjukaffi á eftir.

Sigurður Jónsson, 2/3 2019

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Föstudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 (fyrsta föstudag í mánuði)
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Dalbraut 27 (síðasta föstudag í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur í Dal, neðri hæð.

Dagskrá ...