Áskirkja

 

3. sunnudagur í föstu, 24. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.
Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.

Sigurður Jónsson, 20/3 2019

2. sunnudagur í föstu, 17. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt Benjamín Hrafni Böðvarssyni guðfræðinema. Félagar úr Hljómfélaginu leiða sönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 13/3 2019

1. sunnudagur í föstu, 10. mars 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristny Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans og séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Safnaðarfélag Áskirkju selur kaffi og vöfflur með rjóma í Ási eftir messu. Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju á þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar i senn. Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15.

Sigurður Jónsson, 6/3 2019

Sunnudagur í föstunngang – æskulýðsdagurinn, 3. mars 2019:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kristný Rós og Benjamín Hrafn annast stundina. Fermingarbörnin taka þátt og bjóða í kirkjukaffi á eftir.

Sigurður Jónsson, 2/3 2019

Annar sunnudagur í níuviknaföstu, 24. febrúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans, og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari við messuna. Kór Áskirkju leiðir sönginn og Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffi á könnu og safi í glasi í Ási að afloknu embætti.

Sigurður Jónsson, 20/2 2019

Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, 17. febrúar 2019:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna, Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema og séra Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu. Kaffitár og safi í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 14/2 2019

Fimmti og síðasti sunnudagur eftir þrettánda, 10. febrúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Biskupsvísitasía. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiterar Ássöfnuð og prédikar við messuna. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Léttur hádegisverður í boði Safnaðarfélagsins og kaffi í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar, að messu lokinni, þar sem fermingarbörn vorsins leggja til heimabakað meðlæti með kaffinu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:30. Biskupsvísitasía. Athugið breyttan tíma að þessu sinni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiterar Skjól og prédikar við guðsþjónustuna. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 6/2 2019

4. sunnudagur eftir þrettánda, 3. febrúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 30/1 2019

3. sunnudagur eftir þrettánda, 27. janúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 23/1 2019

2. sunnudagur eftir þrettánda, 20. janúar 2019:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og séra Sigurðar Jónssonar. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu. Fjölmennum og bjóðum gestum með okkur.

Sigurður Jónsson, 16/1 2019

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Föstudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 (fyrsta föstudag í mánuði)
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Dalbraut 27 (síðasta föstudag í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur í Dal, neðri hæð.

Dagskrá ...