Áskirkja

 

Tónleikar framundan


Föstudagskvöldið 31. mars kl. 21 mun Melodia, kammerkór Áskirkju, halda tónleika neðanjarðar – nánar tiltekið í bílastæðahúsinu við Laugaveg 94 á hæð -3.

Tónleikarnir bera yfirskriftina ELDUR GEISAR UNDIR og efnisskráin samanstendur af verkum fjögurra erlendra samtímatónskálda: Veljo Tormis (1930–2017), William Albright (1944–1998), Samuel Barber (1910–1981) og Wolfram Buchenberg (1962).

Einsöngvarar á tónleikunum eru Bragi Bergþórsson, tenór og Bragi Jónsson bassi og Vigdís Sigurðardóttir, Sópran. Guðmundur Stefán Þorvaldsson leikur á slagverk.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson
Sviðshöfundur er Unnar Geir Unnarsson

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis – hlökkum til að sjá sem flesta.

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS