Áskirkja

 

Stjórnandi

Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfaði sem organisti í Áskirkju og stjórnar Melodiu, kammerkór kirkjunnar. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, kammerkórkórnum Hljómeyki árin 2006–2012. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna.

Magnús hefur lagt áherslu á flutning nýrrar kórtónlistar og frumflutt mörg íslensk kórverk. Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í maí 2008 tók Hljómeyki, undir stjórn Magnúsar, þátt í kórakeppninni Florilège Vocal de Tours og varð hlutskarpast í flokki kammerkóra. Í júlí 2014 tók Fílharmónían þátt í kórakeppninni í Llangollen í Wales og varð í þriðja sæti í flokki blandaðra kóra. Í ágúst sama ár keppti Melodia í Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi og varð efst í flokki kammerkóra og fékk verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki. Magnús var ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir túlkun sína á Þýsku sálumessunni eftir Brahms í október 2014 og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS