Áskirkja

 

Geisladiskar

Þjóðlagaarfurinn í nýjum búningi

Melodia, kammerkór Áskirkju, gefur út hljómdisk með íslenskum þjóðlögum í nýjum og nýlegum útsetningum samtímatónskálda. Diskurinn ber heiti kórsins og inniheldur bæði þjóðlög sem hvert mannsbarn þekkir og önnur sem eru minna þekkt. Nokkur laganna voru útsett sérstaklega að beiðni Melodiu og munu heyrast í fyrsta sinn á útgáfutónleikum í Laugarneskirkju, næstkomandi laugardag kl. 15.

 

Efnisskrá disksins verður flutt þar í heild sinni en ekkert kostar inn á tónleikana. Tónleikagestum gefst kostur á að kaupa nýja diskinn að tónleikum loknum. Einnig er hægt að panta diskinn hjá kórfélögum, í gegnum skilaboð á Fésbókinni og með því að senda tölvupóst á melodiaiceland@gmail.com.

 

Melodia, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, hefur á að skipa 16 söngvurum og leggur metnað í vandaðan flutning og nýsköpun. Kórinn hefur getið sér gott orð og átti til dæmis afar góðu gengi að fagna í Grand Prix-kórakeppninni í Debrecen í Ungverjalandi sumarið 2014.

 

Á disknum eru eftirtalin lög:

Nú vil ég enn í nafni þínu – úts. Gunnar Gunnarsson

Sorg og gleði – Jórunn Viðar

Harmbótarkvæði (Einum unni ég manninum) – Jón Ásgeirsson

Friðrik sjöundi – Jón Ásgeirsson

Góð börn og vond – Jón Ásgeirsson

Það mælti mín móðir – Jón Ásgeirsson

Mikið rær sú mey frábær – Hreiðar Ingi

Bí, bí og blaka – Hafliði Hallgrímsson

Móðir mín í kví, kví – Hafliði Hallgrímsson

Krummi svaf í klettagjá – Örn Ýmir Arason

Söknuður (Man ég þig mey) – Sigurður Árni Jónsson

Hugsa jeg það hvern einn dag – Hugi Guðmundsson

Ljósið kemur langt og mjótt/Með gleðiraust og helgum hljóm – Magnús Ragnarsson

Góða veislu gjöra skal – Magnús Ragnarsson

Sjö sinnum það sagt er mér – Steingrímur Þórhallsson

Kvölda tekur sest er sól – Magnús Ragnarsson

 

 

Í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Áskirkju, þriðja sunnudag í aðventu árið 2008 kom síðan út geisladiskurinn Það aldin úr er sprungið, þar syngur Kór Áskirkju 15 íslensk og erlend jólalög undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista og kórstjóra.

Á þessum diski er að finna eftirtalin lög:

Það aldin út er sprungið (í fjórum útsetningum), Hátíð fer að höndum ein, María Drottins Liljan, Ave Maria, Maríukvæði, Maria Durch ein’ Dornwald Ging, Spádómur Jesaja, Hinfegursta rósin er fundin, Nóttin var sú ágæt ein, Hátíð ríkir höllum í, Il est né, le divin enfant, Caroling,caroling, Toner julenatt.

Fyrir jólin 2004 kom út geisladiskurinn Það er óskaland íslenskt, þar sem Kór Áskirkju syngur 24 ættjarðarperlur undir stjórn Kára Þormar organista.

Geisladiskurinn var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem “plata ársins” og hefur vakið verðskuldaða athygli og einróma lof tónlistargagnrýnenda.

Með geisladiskinum fylgir vandaður og greinagóður 64 síðna bæklingur þar sem tónskáldum og ljóðskáldum eru gerð skil einnig á ensku, þýsku og frönsku ásamt ljóðaþýðingum á sömu málum.

Eftirtalin lög eru á diskinum:

Íslandsvísur, Sumarkveðja, Minni Ingólfs, Dalvísa, Yfir voru ættarlandi, Í Hlíðarendakoti, Ísland Ísland! Eg vil syngja, Ó! fögur er vor fósturjörð, Vísur Vatnsenda-Rósu, Draumur hjarðsveinsins, Sveitin mín, Erla, Blítt er undir björkunum, Abba Labba lá, Íslendingaljóð, Íslands minni, Sumri hallar, Smávinir fagrir, Nú sefur jörðin, Bæn, Hver á sér fegra föðurland, Barnagælur, Úr Íslendingaræðu 1904 og Brátt mun birtan dofna.

Á Tónlist.is má finna lögin og sækja sér þau til hlustunar.

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS