Áskirkja

 

Ferming

Ferming þýðir staðfesting.

Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.

Ferming í Áskirkju 2019

Skráning í fermingarfræðslu í Áskirkju fer fram í kirkjunni fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. maí 2018 kl. 17-19 báða dagana. Þar verður rætt um tilhögun fermingarstarfsins næsta vetur og hægt að velja fermingardag.

Þau börn sem hafa hug á að fermast í Áskirkju vorið 2019, eru vinsamlegast beðin um að koma hingað í kirkjuna annan hvorn þessa daga til að skrá sig í fermingarfræðsluna, ásamt a.m.k. öðru foreldra sinna.

Ef þessi tími hentar ekki, vinsamlegast hringið í sr. Sigurð Jónsson í síma 581-4035 eða 864-5135 eða sendið tölvupóst á netfangið soknarprestur@askirkja.is.

Fermingardagar í Áskirkju 2019

Pálmasunnudagur, 14. apríl kl. 14.
Fyrsti sunnudagur eftir páska, 28. apríl kl.11
Hvítasunnudagur, 9. júní kl. 11.

 

 

 

 

Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS