Áskirkja

 

3. sunnudagur eftir páska, 12. maí 2019:

Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt. Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson, ættaður frá Sæbóli í Aðalvík. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffisala Átthagafélagsins verður í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Verð kr. 1.500 á mann. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma að þessu sinni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 8/5 2019 kl. 11.14

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS