Áskirkja

 

3. sunnudagur í aðventu, 16. desember 2018:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Kristnýjar Rósar djákna og Dags Fannars. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Að lokinni guðsþjónustunni í kirkjunni verður haldið yfir í Ás, efri safnaðarsal kirkjunnar og stiginn dans í kringum jólatréð, þar sem reikna má með að Ketkrókur láti sjá sig, taki nokkur dansspor og láti gleðilátum.

Sigurður Jónsson, 12/12 2018 kl. 17.14

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS