Áskirkja

 

2. sunnudagur í aðventu, 9. desember 2018:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Ekkó-kórinn leiðir söng við guðsþjónustuna og syngur að henni lokinni nokkur jólalög undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.

Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Kór Áskirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Fermingarbörn flytja helgileik. Almennur söngur og ljóðalestur. Ræðumaður séra Bryndís Malla Elídóttir prestur við Seljakirkju. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar Ássóknar og Safnaðarfélags Áskirkju í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 4/12 2018 kl. 19.35

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS