Áskirkja

 

1. sunnudagur í aðventu, 2. desember 2018:

Messa og barnastarf fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða messusönginn undir stjórn Kára Allanssonar. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Að messu lokinni verður laufabrauð skorið og steikt í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar á vegum Safnaðarfélags Áskirkju. Heitt á könnunni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 28/11 2018 kl. 18.08

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS