Áskirkja

 

22. sunnudagur eftir trínitatis, 28. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni Ássafnaðar og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Hljómfélaginu leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Í kirkjukaffinu að messu lokinni bjóða fermingarbörn vorsins upp á meðlætið. Jafnframt verða þeim afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.

Sigurður Jónsson, 24/10 2018 kl. 18.54

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS