Áskirkja

 

19. sunnudagur eftir trínitatis, 7. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn. Stjórnandi og orgelleikari Kári Allansson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls vöfflur og kaffi til styrktar safnaðarstarfi kirkjunnar. Verð kr. 1.000.

Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sigurður Jónsson, 3/10 2018 kl. 12.29

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS