Áskirkja

 

Opið hús í Áskirkju!

Fimmtudaginn 13. sept. n.k. hefst opið hús í Áskirkju og verður á fimmtudögum fram á vor.  Dagskráin hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00.
Hádegisverður kl. 12:30 í Dal, safnaðarheimili Áskirkju og kostar hann 1.000 kr.
Spil, spjall og handavinna, umsjón Kristný Rós Gústafsdóttir.
Kl. 14:15 er söngstund með organista Áskirkju, Bjarti Loga Guðnasyni.
Góðir gestir mæta endrum og eins og halda erindi.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

berglind.ragnarsdottir, 12/9 2018 kl. 14.41

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS