Áskirkja

 

Ferming í Áskirkju 2019

Skráning í fermingarfræðslu í Áskirkju veturinn 2018-2019 fer fram í kirkjunni fimmtudaginn 24. maí og föstudaginn 25. maí 2018 kl. 17-19 báða dagana. Þar verður rætt um tilhögun fermingarstarfsins næsta vetur og hægt að velja fermingardag.

Fermingardagar í Áskirkju vorið 2019 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur, 14. apríl 2019 kl. 14

Fyrsti sunnudagur eftir páska, 28. apríl 2019 kl. 11

Hvítasunnudagur, 9. júní 2019 kl. 11

Þau börn sem hafa hug á að fermast í Áskirkju vorið 2019, eru vinsamlegast beðin að koma í Áskirkju annan hvorn þessa daga til að skrá sig í fermingarfræðsluna, ásamt a.m.k. öðru foreldra sinna.

Henti þessir tímar ekki, má hafa samband við sóknarprest í síma 581 4035 eða 864 5135, – eða með tölvupósti í netfangið soknarprestur@askirkja.is og tilkynna skráningu.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018 kl. 13.37

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS