Áskirkja

 

Safnaðarferð 9. júlí og sumarleyfi 10. júlí til 22. ágúst 2017

Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 9. júlí. Ekið verður með hópferðabifreið frá Áskirkju kl. 7:20 að Landeyjahöfn og siglt með Herjólfi til Vestmannaeyja. Samkirkjuleg göngu-guðsþjónusta, tengd goslokahátíð, hefst í Landakirkju kl. 11, þaðan berst hún úr kirkju upp í hlíðar Eldfells og áfram niður í Stafkirkjuna á Skansinum. Þeir ferðalangar úr Áskirkju sem vilja taka þátt í göngu-guðsþjónustunni slást í hóp göngumanna, en hinum verður ekið niður að Stafkirkjunni. Brottför með Herjólfi úr Eyjum um kl. 16:00 og áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kl. 18.
Sumarleyfi starfsfólks og sóknarprests Áskirkju stendur yfir frá 10. júlí til 22. ágúst, og fellur helgihald niður í kirkjunni á meðan.

Sigurður Jónsson, 5/7 2017 kl. 18.33

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS