YFIRLÝSING
Í tilefni af umfjöllun Kastljóss um málefni Karls Vignis Þorsteinssonar og þátt hans sem sjálfboðaliði í safnaðarstarfi í Áskirkju í Reykjavík, vilja sóknarprestur, sóknarnefnd og
starfsfólk Áskirkju koma eftirfarandi á framfæri:
Karl Vignir hefur aldrei annast um né komið á nokkurn
hátt að starfi með börnum og unglingum í Áskirkju.
Þátttaka hans í starfi sem sjálfboðaliði við Opið hús aldraðra
hófst í kringum árið 2003 með aðstoð í eldhúsi. Hann varð
síðar hluti af hópi sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu í
söfnuðinum.
Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2007 um Karl Vigni,
var hann leystur frá störfum sem sjálfboðaliði, og hefur síðan
ekki gegnt neinum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna.
Á Evrópuári sjálfboðastarfs í kirkjunni 2011 var
þjóðkirkjusöfnuðum boðið að veita sjálfboðaliðum
viðurkenningu fyrir störf sín. Í Áskirkju voru 30 einstaklingum
veittar slíkar viðurkenningar, og var Karl Vignir í þeim hópi.
Í ljósi þess sem fram hefur komið í umfjöllun Kastljóss nú,
og Karl Vignir játaði þar á sig, er augljóst að sú ákvörðun var
röng.
Hugur okkar er hjá þeim sem Karl Vignir hefur beitt ofbeldi.
Magnús Ragnarsson, 8/1 2013 kl. 12.14