Áskirkja

 

Sunnudagurinn 11. nóvember – Kristniboðsdagurinn

 

Handverksbasar Krakkaklúbbsins

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi P. Blöndal djákna, sem annast samveru sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson.

Köku- og nytjabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst strax að messu lokinni í safnaðarheimilinu, þar sem einnig verður kaffisala til styrktar félaginu.

Kristniboðsalmanakið 2013 mun einnig liggja frammi að messu lokinni. Því er dreift án endurgjalds, en þeir sem vilja styrkja starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, geta nýtt sér greiðsluseðil sem fylgir almanakinu.

Krakkaklúbburinn syngur gospel

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 9/11 2012 kl. 19.47

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS