Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sókn og vörn á fimmtu Sigurbjörnsvökunni

Hallgrímskirkja

Á miðvikudaginn 25. mars er fimmta Sigurbjörnsvakan í Hallgrímskirkju kl. 20.00 og ber hún heitið “Sókn og vörn”. Umsjón með þessari Sigurbjörnsvöku hefur sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Lesarar eru Valgerður Dan leikkona og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari.

Björn Steinar Sólbergsson annast orgelleik og stjórnar almennum söng með textum Sigurbjörns Einarssonar. Prestar kirkjunnar lesa Passíusálm dagsins og leiða kvöldbæn. Kirkjukaffi er í safnaðarsal á eftir og boðið upp á umræður.

Aðgangur ókeypis og allir innilega velkomnir.

Deila fréttinni


Nýjar fréttir